Lögfræðingur - 01.01.1898, Page 45
Yfirlit yfir sóttyarnarlög íslands.
45
ili, þar sein börn ganga í sköla, þá mega þau eigi koma
í skólann, fvr en þau hafa fengið vottorð hjá lækni um,
að eigi sje hætt við sóttnæmisútbreiðslu frá þeim. Vott-
orðið skal gefa ókeypis. Ef sjúkdómurinn gjörir vart við
sig á heimili kennara, þá skal hann hætta kennslu í
skólanum, þangað til læknir hefur gefið vottorð um, að
eigi þurtí að óttast sóttnæmisútbreiðslu frá honum (9. gr.).
Að öðru leyti verða menn að fylgja þeim fyrirskip-
unum nákvæmlega, er landshöfðingi eða læknar gjöra
samkvæmt lögunum til varnar sjúkdóminum, svo og að
fara eptir þeim reglum, er hreppstjóri, lögreglustjóri og
læknir setja um samgöngur manna á milli, eins og áður
er sagt. í 7. gr. laganna er sjerstaklega tekið fram, að
þegar utanheimilismönnum sje bannað að koma á heimili
siúklings, þá megi ekki flytja sjúklinginn frá heimili hans,
þar sem hann er undir læknis umsjón, nema fengið sje
skriflegt samþykki iæknisins.
6. Sjerstakar ráðstafanir (flutningur sjúk-
linga og sótthreinsanir).
í lögunum er sjerstaklega ákveðið, að læknir skuli
hafa lieimild til að flytja sjúklinga frá heimilum sínum,
og til þess að láta fram fara sótthreinsanir, en ekki er
þetta skylda læknisins.
Um flutning sjúklinga segir svo í 6. grein laganna
1896: Nú er eigi unnt að hafa sjúkling svo afskekktan
á heimili sínu, að óhætt sje við útbreiðslu sóttnæmisins,
og er þá lækni heimilt, að láta flytja hann á almennt
sjúkrahús eða í eitthvert annað hús, er til þess er hent-
ugt og hægt er að fá. Ef sjúklingurinn fær þar hæfilega
læknishjálp og aðhjúkrun, er hann skyldur að vera þar, þang-
að til hættulaust er að flytjahann eðaláta hann fara þaðan.