Lögfræðingur - 01.01.1898, Qupperneq 47
Yfirlit yfir sóttvarnarlög íslands.
47
birgðir af sótthreinsunarlyfjum í lyfjabúðum og hjá iækn-
um, eptir J>ví sem landlæknir telur nauðsynlegt.
7. Kostnaður, viðurlög o. s-v. frv. Sótt-
varnarkostnað skal greiða af almannafje, annaðhvort af
landssjóði, sýslusjóði, bæjarsjóði eða hreppssjóði.
Af hreppssjóði skal að eins borga kostnað handa
hreppstjóra eða hreppsnefndarmanni við ferð til að skýra
iækni írá sjúkdómstilfelli, er 5. gr. laganna ræðir um.
Ferðin Jtarf þó að vera meir en í2 mílur alls fram ogaptur.
Úr landssjóði skal að öllu leyti borga kostnaðinn við
sótthreinsunarmeðulin, enda skal þeim útbýtt ókeypis, þeg-
ar þörf er á að nota [>au samkvæmt lögunum. Ennfrem-
ur á að borga úr landssjóði allan kostnað við sótthreins-
anir, sem gjörðar eru samkvæmt lögunum, svo og allar
skaðabætur fyrir lausa muni, sem brennt er eða eytt á
annan hátt samkæmt 8. gr. laganna, og fara skaðabætur
þessar eptir mati tveggja óvilliallra »dómkvaddra« manna.
Bæði yfirvöld og hluteigar geta krafist yfirmats, og meta
þá 4 dómkvaddir menn. Fái sá, er heimtað hefur yfir-
mat, eigi hærri skaöabætur eptir hinni síðari gjörð en
eptir hinni fvrri, skal hann greiða kostnaðinn við yfirmat-
ið, ella skal kostnað þennan greiða úr landssjóði (8. 12.
og 13. gr.).
Kostnað við ferðir þær, er landlæknir fer samkvæmt
sóttvarnarlögunum 18lJ6, skal að öllu leyti greiða úr lands-
sjóði.
Allan annan kostnað við sóttvarnir innanlands skal
greiða þannig, að 100 kr. og minna skal borga úr sýslu-
sjóði eða bæjarsjóði, en það, sem er fram yfir 100 kr.,
skal borga úr landssjóði (13. gr.).
Ef menn valda sjúkdómi eða útbreiðslu hans annað-