Lögfræðingur - 01.01.1898, Qupperneq 49
Yfirlit vfir sóttvarnarlög íslands.
49
hverjum aldri þeir eru, sem deyja, til þess að geta gjört
sjer einhverja hugmynd um, hvert sóttin kemur harðar
niður á börnum, fólki á besta aldri eða gamalmennum.
Fyrir því set jeg skýrslur hjer á eptir um þetta efni.
Fyrri skýrslan nær vfir 101 ár, en síðari skýrslan að
eins yfir 46 ár.
Að því er snertir mannfjölda og manndauðafrá 1735—
1855, hefur verið farið eptir liinni mjög fróðlegu ritgjörð
Arnljóts Olafssonar Um mannfjölda á íslandi, sem er prent-
uð í Skýrslum um landshagi á íslandi, 1. bls. 329—404.
Viðvíkjandi síðari árum er farið eptir upplýsingum, sem
eru á víð og dreif í Skýrslum um landshagi og í Stjórn-
artíðindum. Um manndauða eptir aldri eru engar prent-
aðar skýrslur um árin 1872—1880. í skjalasafni amts-
ins eru skýrslur um þetta árin 1873 og 1878, en um
hin árin hefur biskup Hallgrímur Sveinsson góðfúslega
látið mjer í tje útdrátt úr skýrslum biskups um þetta efni.
Athugasemdirnar um landfarsóttir eru teknar eptir
Árbókum Espólíns, P. A. Schleisner, En Nosographie af
Island. Kh. 1849, Jón Finsen, Sygdomsforholdene i Is-
land. Kh. 1874, pjóðólfi. Norðanfara, Frjettum frá ís-
landi o. sv. frv. pessar upplýsingar eru eigi fullnægjandi'),
og því væri mjög æskilegt, að einhver af læknunum vildi
skrifa ritgjörð um landfarsóttir hjer á landi á þessari öld
eða að minnsta kosti frá 1846, þar sem Schleisner hættir.
[>etta er um heimildir mínar, og þó að einhver segi,
að það sje þýðingarlaust, að fást við skýrslur hjer á landi,
1) J>annig hefur hjeraðslæknir (fuðmundur Hannesson skýrt
mjer frá því, að veiki sú, er þeir Sclileisner og Finsen kalla
inflúensu, sje önnur veiki, en sú inflúensa, er kom hingað
til lands 1890 og 1894.
Lögfræðingur II. 1898.
4