Lögfræðingur - 01.01.1898, Side 50
50
Páll Briem.
af því að þær sjeu ekki rjettar, þá segi jeg eiiis og Schleis-
ner, að það sje ekki ástæða til að ætla, að þessum
skýrslum sje meira áfátt, en skýrslum annara landa; enda
er besti vegurinn til þess, að fá skýrslurnar rjettar, sá,
að vekja áhuga manna fyrir þeim og hugsun manna um
þýðingu þeirra.
I einum dálknum í fyrri skýrslunni eru taldir and-
látar af 1000 eða, ef desímallinn er tekinn með sem heil
tala, andlátar af 10000.
í nokkrum löndum var árin 1871—1880 andlátatalan
af hverju þúsundi þannig:
í Svíaríki . . . . 19.2 í Hollandi . . . 26.3
- Englandi og Skotlandi 23. 2 - pýskalandi . . 28. 8
- Belgíu .... 24.4 - Ítalíu . . . . 31. 1
- Frakklandi . . . ,24,8 - Austurríki . . 32.51)
- Sviss.............24.9 - íslandi .... 22.8
þ>að má heita gott, þegar andlátatalan fer eigi fram úr
20 af 1000 mönnum.
Ef menn nú renna augunum yfir. aptasta dálkinn í
fyrri skýrslunni, þá sjest fljótt, að á öldinni, sem leið, hef-
ur andlátatalan alls tvö ár komist niður fyrir þetta. A
þessari öld kemur þetta optar fyrir og helst á síðasta ára-
tug. Jafnaðarlega er andlátatalan fyrir ofan 20, og árin
1784—’85 er talan svo há, að dæmi til slíks munu ekki
finnast í Norðurálfunni á síðari öldum.
Ef vjer fylgjum andlátadálkunum, þá sjest ljóst,
hvernig landfarsóttirnar svipta menn lífi. 1739—’40hækk-
1) Um útlönd sjá. G. y. ftumelin (H. v. Soheel), Die Bevölke-
rungslehre í Dr. G. v. Schönberg, Handbuch der Politischen
Oekonomie, 4. Aufl. I. Tiibingen, 1896. bls. 851.