Lögfræðingur - 01.01.1898, Qupperneq 51
Yfirlit yíir sóltvarnarlög íslands.
51
ar andlátatalan, en þá er líka taugaveikin á ferðinni; 1742
hækkar hún afar mikið, en þá er líka bólan komin. Svo
hækkar talan afar mikið 1751—1759 vegna hungursótta,
er fylgja hallærinu, sem þá var í landinu. Svo lækkar
talan aptur 1760—1761, en síðara árið kemur bólan, og
þá liækkar þegar í stað aptur. 1763 var bólan skæð á
Vesturlandi. 1766—1767 eru sóttarár; gekk þá önnur
sóttin að sunnan, en hin fluttist inn með Austurlands-
skipum. Næsta ár lækkar andlátatalan töluvert, en 1771
kemur kíghóstinn, 5 árum síðar skarlatssótt og síðan
hið voðalegasta hallæri og hungursóttir. í enda hallæris-
ins 1785 kom bólan með kaupmannssyni í Keflavík. Tók
við fötum hans drengur, eins og áður er getið. Af ból-
unni dóu á tveimur árum um 1500 manna.
Eptir aldamótin er manndauði mikill, en svo skánar
dálítið, þangað til skarlatssóttin kemur 1827; svo keyrir
úr hófi 1834 og 1843, þegar inflúensa g.engur, ogerþetta
síðara ár nærri því eins míkið manndauðaár og mislinga-
árið 1846, sem er að tiltölu hið mesta manndauðaár á
þessari öld, þó að andlátatalan sje liærri, þegar misling-
arnir komu í seinna skiptið 1882.
Eptir miðja öldina eru nokkur ár þolanleg, en svo
fara að ganga hinar skæðustu sóttir, taugaveiki, barna-
veiki, diftheritis og inflúensa, og verða þá hin mestu mann-
dauðaár fram að 1870. Ef menn renna augunum yfir
síðari skýrsluna, þá sjest, að árið 1859 deyja nærri eitt
þúsund börn á 1. ári, og árið eptir (1860) deyja 1800
börn fyrir innan 10 ára aldur. f>á deyja og mörg hundr-
uð manns á besta aldri; enda fækkar þetta ár um liðug
1100 manns í landinu.
Eptir 1873 minnkar manndauði mikið, þangað til
4*