Lögfræðingur - 01.01.1898, Blaðsíða 54
54-
Páll Bricm.
1800—1846). Á tímabilinu 1750—1799 dóu 6036 manns
af liungursóttum, sem Skaptáreldurinn 1783 liafði í för
með sjer, og þegar þessa er gætt, þá er auðsætt, að land-
farsóttirnar hafa ekki minnkað á þessari öld, heldur aukist.
Af þessum 47,622 hafa 8462 dáið af landfarsóttum,
sem borist liafa inn í landið frá útlöndum, þ. e. 3036 af
bólusótt, 2026 af mislingum, 1468 af skarlatssótt og 1932
af kíghósta. j>etta sýnir þann sorgiega sannleika, að hjer
um bil V5 hluti af öllum þeim, sem dáið hafa af landfar-
sóttum, hafa látist af sjúkdómum, sem hefði mátt kom-
ast hjá, ef læknamálefnum hefði verið vel skipað og ör-
ugglega. pað er sem sje hvergi hægra en á íslandi, að
verjast útlendum næmum sóttum með skynsamlegum sótt,-
vörnum, og meira að segja að liindra útbreiðslu þeirra,
þótt þær sjeu komnar inn í landið; landslagið veitir á-
gæta hjálp í þessu efni.
Tjón það, sem útlendu landfarsóttirnar gjöra, er þeim
mun tilfinnanlegra, sem bólusóttin og skarlatssóttin verða
einkum að bana fólki á besta aldri. j>að kveður svo að þessu
tjóni, að Hannes Finsen telur, að landið liafi beðið meira
tjón af því, að missa þá 1500 menn, sem bólusóttin svipti
lífi 1785 og 1786, heldur en af því að missa alla þá, sem
dóu af hungursóttum á þessum árum.
Af innlendum landfarsóttum hafa hungursóttir orðið
16,441 manni að bana, inflúensa orðið dauðamein 9067
manna og taugaveiki 4867« L).
Síðan Schleisner ritaði þetta hafa landfarsóttirnar
verið tíðar hjer á iandi.
1) P. A. Schleisner, En Nosographie, bls. 7ö.