Lögfræðingur - 01.01.1898, Qupperneq 57
Yfirlit yfir sóttvarnarlög Islands. 57
flutt inn frá útlöndum optar en einu sinni, þó að eigi sjeu
upplýsingar um það. Vorið 1895 kom illkynjaður dif-
theritis til Akureyrar, en varð stöðvaður. Annars er þessi
voðalega veiki miklu fátíðari nú, en hún var fyrir og eptir
1860, og sama er að segja um taugaveikina. A þeim ár-
um gerðu þessar sóttir afar mikið manntjón.
Að öllu samantöldu hafa iandfarsóttirnar svipt ákaf-
lega marga menn lífi hjer á landi. Schleisner hefur, eins
og áður er getið, rannsakað, hversu margir muni hafa dáið
lijer á landi af landfarsóttum árin 1750 til 1846, en ef
ætti að reikna á sama hátt, hversu margt muni hafa dáið
af landfarsóttunum frá 1847 til 1895, þá mun það tæplega
vera færra en 20 þúsund manns, og, ef miðað er við,
hversu landfarsóttirnar eru skæðar, þá mun á þessum ár-
um hafa dáið af barnaveiki og diftheritis um 7000 manns,
af inflúensu (fyr og síðar) um 6000, af taugaveiki um
3000, af mislingunum um 2500 og af kíghósta um 1500.
Auk manntjónsins gjöra landfarsóttirnar afarmikið
tjón. í Frjettum frá íslandi 1882, bls. 48. er þess getið,
að reikningsfróður maður liafi metið vinnutjónið eitt, er
mislingarnir gjörðu 1882, nálægt hálfri miljón króna. í
Frjettum frá íslandi 1877, bls. 28 hefur sjera Valdimar
Briem getið þess til, að hettusóttin, sem gekk 1877, muni
hafa »kostað landið svo hundruðum þúsunda krónaskiptir
með verkfalli manna«').
Á sínum tíma sagði Schleisner: >>Ekkertland í Norð-
urálfunni hefur haft jafn tíðar og mannskæðar landfar-
sóttir, sem ísland hefur haft að búa við jafnvel fram að
1) Sbr. Schleisner, Xosographie, bls. 81.