Lögfræðingur - 01.01.1898, Síða 58
58
Páll Briem.
síðustu tímum, og á fáum stöðum hafa landfarsóttirnar
haft jafn mikil álirif á framfarir heils lands«').
I>essi orð voru sönn þá og eru það enn þann dag
í dag.
p>ar sem Schleisner talar um hinn mikla manndauða
á íslandi, segir hann: »Enþess ber vel að gæta, að þessi
manndauði á íslandi er að iniklu leyti kominn af tíðum
og mannskæðum landfarsóttum, að landfarsóttirnar geta
í engu landi í Norðurálfunni gert annað eins manntjón
og skaða eins og þar, og að það liefur líklega á fáum
stöðmn verið gjört jafn lítið af hálfu heilbrigðisstjórnar-
innar til sóttvarna, þó að hin mestu líkindi sjeu til þess,
að hægt væri að gjöra þar framúrskarandi mikið« 1 2).
Síðan Schleisner ritaði þetta, hefur heilbrigðishagur
þjóðarinnar batnað allmikið, eins og áður hefur verið sýnt,
en landfarsóttirnar hafa ekki minnkað að sama skapi.
Sóttirnaf berast inn í landið og ganga yíir, og, ef talað
er um hina allra síðustu tíma, þá má geta þess, að 1896
tiuttlst kíghóstinn inn í landið og gekk yfir land allt, 1897
ílytst hettusóttin inn í landið, og gengur hún, ef til vill, yfir
landið, eins og venja ertil. Aptur á móti komu misling-
arnir í Seyðisfjörð 1896, ogurðu þeir stöðvaðir með ræki-
legum sóttvörnum.
Berklasótt er allra sjúkdóma skæðust; er svo sagt,
að í Norðurálfunni deyji úr henni meir en ein miljón
manna á ári liverju. pessi veiki var áður mjög fátíð hjer
á landi, en á hinum síðustu árum hefur hún farið mjög
í vöxt; meðal annars er sagt, að 10. hver piltur í latínu-
skólanum í Eeykjavík hafi þessa veiki nú.
1) Nosographio, bls. 41.
2) Nosographie. bls. 83.