Lögfræðingur - 01.01.1898, Page 70
Ágangur búfjár.
Samið hefur
P á 11 15 r i c m.
III.
Ágangur búfjár á haga.
3. Ágangur búfjár á lögfesta haga.
Lögfesta var eptir Jónsbók sama sem bann eða for-
boð, en í þessu forboði lá einskonar friðlýsing. Leifar af
þessari lögfestu kemur fram í friðlýsing á eggverum og
selalátrum, sem talað er um í veiðilögunum, eins og síð-
ar mun sagt verða.
Eptir Jónsbók var leyfilegt að lögfesta jarðir, tún,
akra og engi, holt og haga, afrjettir og eyðijarðir, skóga,
reka, þrætulönd, hey og í einu orði »bú ok lóð ok allt
þat, er þar má til gagns hafa« x). Mátti því eigi að eins
lögfesta fasteignir, heldur og lausafje1 2).
Um lögfesting haga eru fyrirmæli í Landsleigubálki
Jónsbókar, 16. kap., sem eru þannig:
»Ef maðr lögfestir haga sinn, þá skal sá, er þar á
land næst, reka láta búfé sitt allt í þat horn lands síns,
1) Jb. Llb. 5. 15. 18. 25.—27. 41. og 52. kap.
2) Sbr. Pr. Brandt, Den norske Retshistorie. Kristiania. 1883, II.
bls. 380.