Lögfræðingur - 01.01.1898, Síða 73
Agangur búfjár.
73
ótiltekið eða móti almenni, en í 26. kap. er lögfestan gerð
gegn nafngreindum manni eða gegn einmenni; hafa
menn eptir þessu viljað greina sundur þannig, að gildi
lögfestunnar um 12 mánuði að eins ætti við almennalög-
festu, en eigi við einmenna lögfestu !). Aðrir liafa aptur
á móti viljað greina sundur eptir því, hvort um þrætu-
hlut væri að gjöra eða eigi, og álitið að lögfestandi skyldi
stefna fimmtarstefnu þegar á eptir lögfestunni, ef um
þrætuhlut væri að ræða, en þar sem væri um óátalda eign
manns aðræða, þar skyldi lögfestan gilda um 12mánuði1 2).
Hvorug þessara skoðana getur talist rjett. Gildilög-
festunnar virðist bundið við 12 mánuði, hvort sem hún
er einmenn eðá almenn.
Að vísu er eigi rúm til þess, að fara langt út í þetta
mál, en það verður þó að færa nokkrar ástæður fyrir þessu.
Fyrst og fremst sýnist það mjög óeðlilegt, /að gildi
lögfestunnar skuli vera mismunandi, eptir því hvort henni
er beint gegn almenni eða einmenni, því að það er ein-
göngu undir lögfestanda komið, hverja aðferðina hann hefur.
Hann getur beint lögfestunni gegn almenni, þó að hann
eigi við einn einasta mann. f>aö sýnist fjarri sanni, að
lögfestan skuli hafa gildi um 12 mánuði gagnvart þess-
um manni að eins afþví, að liann er ekki nefndur á nafn,
og að lögfestan skuli missa sitt 12 mánaða gildi, ef lög-
festandi nefnir manninn á nafn: ef nafnið væri nefnt, þá
ætti að höfða mál þegar í stað, en ef nafnið væri ekki
nefnt, þá mætti málsókn dragast 12 mánuði.
1) Sbr. Bbbe Hertzberg, Den ældste norske Proces. Kristiania.
1874, bls. 49.
2) Páll Yídalín. Fornyrði. bls. 162—166. Sveinn Sölvason, Tjrro
juris. Khöfn, 1799, bls. 130—132, sbr. einnig John Arnesen,
Islandsk Rættergang. Khavn, 1762. bls. 402 og 413.