Lögfræðingur - 01.01.1898, Side 76
7ti
Páll Uricm.
menn. Hin almenna lögfesta gekk úr gildi í Norvegi, er
Norsku lög voru lögleidd þar ').
Samt sem áður hef jeg komist að þeirri niðurstöðu,
að hin almenna lögfesta sje í gildi hjer á landi, og vil jeg
færa ástæður fyrir þessari skoðun.
pess var áður getið, að í lögfestunni lægi eins konar
friðlýsing, en í raun rjettri liggur meira í lögfestu fyrir
liaga; hún myndar eða skapar nýjan rjett fyrir lögfest-
anda. Jónsbók segir: »Hvergi á maðr at bæta fyrir haga-
beit, nema lögfest sé ............. Hagar eru að jafnaði
rjettlausir gagnvart beit, nema lögfest sje. Fyrst viðlög-
festuna skapast rjettur yfir högunum gagnvart öðrum, sem
eigi var áður.
Ef ákvæði Norsku laga um kyrsetningu ætti að gilda
um lögfestu, þá væri fyrst og fremst nauðsynlegt, að
halda henni fram gegn ákveðnum manni, og ennfremur
gæti hún fyrst átt sjer stað, eptir að þessi ákveðni maður
hefði beitt haga manná. En hin almenna lögfesta getur
átt sjer stað, áður en nokkur hefur beitt haga manns.
þ>aö væri því nokkur rjettarmissir, ef hin almenna lögfesta
liefði fallið úr gildi. Norsku lög áttu ekki að raska rjett-
indum manna, héMur áttu þau að eins að breyta aðferð-
inni til að ná rjetti sínum, rjettarfarinu.
Hin almenna lögfesta er eins konar friðlýsing, og ef
hún er úr giMi fallin með Norsku lögum, þá hefðu allar
friðlýsingar átt að vera ólöglegar, er þau voru lögleidd, að
því er snertir rjettarfar.
En nú er í Norsku lögum talað um friðlýsingar, og
af þessu leiðir, að þær geta staðist þrátt fyrir ákvæðin í
1) Fr. Brandt. I)en norske Retsliistorie. II. bls. 381.