Lögfræðingur - 01.01.1898, Síða 78
7K
Páll Bricm.
í ástæðum fyrir frumvarpinu, að »það virtist sjer í lagi
ekki ráðlegt, að láta hina árlegu friðhelgislýsingu vera und-
ir því komna, hvort jarðeigandi æskir hennar, [iareð það
kynni hæglega að gleymast« ‘).
pað er auðsætt, að það, sem liggur hjer til grund-
vallar, er hin forna lögfesta. Hún gildir að eins 12 mán-
uði, og þetta er svo ríkt í huga manna, að sýslumanni
er falin friðlýsingin, afþví að eigandanum kynni að gleym-
ast að lögfesta eggverin eða sellátrin á hverju ári. Enn-
fremur má sjá, hversu lögfestan er rík í huga manna af
því, að sá maður átti að gjalda tvöfalda sekt (eins ogátti
sjer stað, þegar lögfest var), sem skaut í friðlýstu eggveri
eða nær því en 200 faðma tólfræða1 2), sem einnig kemur
heim við hin fornu lög um örskotshelgina3).
pegar Norsku lög voru lögleidd hjer á landi 1718 og
1732, að því er snerti rjettarfar og málsóknir, hafði það
engin áhrif á lögfestur manna. Menn lögfestu jafnt eptir
sem áður. Almennar lögfestar hafa tíðkast hjer á landi
ekki að eins alla 18. öldina, heldur og mikinn hluta þess-
arar aldar.
Sveinn lögmaður Sölvason skrifaði uin lögfestur í
Tyro juris eður Barni í lögum.
A þeim tíma hefur enginn maður efast um gildi þeirra.
I'að er auðsjeð á Tyro juris, að Sveini lögmanni hefur
eigi dottið í hug, að telja almennar lögfestur úr gildi
numdar, en eptir því sem mjer er kunnugt um, er Tyro
juris hið eina lögfræðisrit, þar sem rætt er um lögfestur
1) Alþ. tíð. 1845. 'II. bls. 36.
2) Tilskip. 20. júní 1849, 14. gr.
3) Sbr. Lögfræð. I. bls. 16—18.