Lögfræðingur - 01.01.1898, Side 79
Ágangur búfjár.
79
hjer á landi, síðan Páll Yídalín skrifaði um þær í Forn-
yrðum sínum.
Samkvæmt þessu verður að telja hina almennu lög-
festu í fullu gildi ennþá. J>etta álit styðst við eðli máls-
ins, lögin, venjuna og lögfræðisrit.
Með þessu er ekkert sagt um það, hvort lög-
festa gagnvart einstökum manni getur átt sjer stað eptir
ákvæðum Jónsbókar eða kyrsetningarákvæði Norsku laga
eiga að gilda um hana. J>að er eðlilegt, þegar henni er
beint gegn tilteknum manni, að kyrsetningarákvæði Norsku
laga gildi um liana, en það skal eigi farið frekari orðum
um það, því að þessi spurning liefur mjög litla verklega
þýðingu, þar sem lögfestandi getur jafnan notað hina al-
mennu lögfestu, að því er snertir haga.
í Landsleigubálki 17. kap. er svo fyrir mælt, að menn
skuli lögfesta að kirkju eða á þingi.
í Jónsbók segirsvo, að lögfesta skulistanda 12 mán-
uði. þ>ess var áður getið, að lögfesta fyrir haga skapaði
nýjan rjett fyrir lögfestanda; ef lögfest er, getur hann
neytt þeirra rjettarmeðala eða rjettartækja, sem lögin ann-
ars heimila til verndar eignum manna. Ef innsetning
búfjár er leyfiieg, eins og síðar mun verða athugað, þá
getur hann notað þetta rjettartæki, og ef eignarrjettur lög-
festanda yíir högunum er skýlaus, þá getur hann fengið
ágangsveiti dæmdan til sekta og skaðabóta, ef hann ekki
vill bæta fyrir áganginn með góðu. En þessi rjettindi eru
bundin því skilyrði, að ágangsþolir leiti rjettar síns, og ef
þess er þörf, stefni ágangsveiti, ef hagar hans eru beittir,
og fylgi síðan málinu fram til dóms. I>ar sem segir,
að lögfestan skuli standa 12 mánuði, þá er átt við það,
að lögfestandi skuli hafa rjett til að draga að stefna um