Lögfræðingur - 01.01.1898, Blaðsíða 81
Agangur búfjár.
81
það er auðsætt, að ef fjáreigandi á annan hátt gæt-
ir þess, að búfje lians gangi eigi í land lögfestanda, þá
þarf hann eigi að liafa þessa gæslu á fje sínu, en efliann
hefur þessa gæslu, sem nú var nefnd, þá sakar eigi þótt
fje hans gangi í haga lögfestanda.
í Grágás er það tekið fram, að ef fjáreigandi hefur
þann smalamann, er getur gætt fjárins, en liirðir eigi um
það, þá varðar bóndanum það eigi, heldur smalamannin-
um. það er sjálfsagt, að þetta verður að gilda.
Eins er sagt í Grágás, að ef land er varið lýriti að
lögbergi eða í þingbrekku innanþingsmönnum, þá varði
mönnum heitin því að eins, að þeir viti um lýritarvörn-
ina1). I>et,ta er einnig eðlilegt ákvæði, og er það í fullu
samræmi við fyrirmæli Jónsbókar.
Fvrirmæli Jónsbókar eiga einungis við varnað þeirra
manna, er lönd eiga að landi lögfestanda, en nú getur á-
gangur einnig orðið frá þeim, er lönd eiga fjær. J>essir
menn þurfa eigi að gæta fjár síns á sama hátt, sem næstu
grannar, en þeir verða að gæta þess á þann hátt, að eigi
sje meiri hætta af ágangi frá þeim, heldur en frá næstu
nágrönnum, er gæta fjár síns á þann hátt, er Jónsbók
segir fyrir um.
hann beitir haga meir en svá, ok varðar honum þat 3 marka
úllegð við þá, er sín lönd vörðu lýriti. Ef búandanum verðr
stefnt of hagabeitina, þá á hann at kveðja sér bjargkviðar of
þat, hvárt hann hafi smalamann þann eða eigi, er fé hans
mætti varðveita, ok hafa rekit úr landi hans (rjettara: hius)
er sækir, ef hann vildi, svá sem mælt var. Nú ber þat kviðr,
at smalamaðr mætti varðveita við landi hins, svá sem mælt
var, ef hann vildi, þá er sú beit var, er hinn er sóttr um, þá varð-
ar smalamanninum en eigi búandanum“. (Sbr. Grrg. Ib. bls. 84).
1) Grg. Ib. bls. 107 og II. bls. 427.
Lögfræðingur II. 1898. fi