Lögfræðingur - 01.01.1898, Blaðsíða 87
Handbók fyrir hreppsnefndarmenn.
87
vegir, Hreppsnefndin liefur umsjón með vinnu og aðgjörð
á hreppsvegum, eptir að hún hefur ákveðið hvar vinna
skuli; hún skal skipa umsjónarmann einn eða fleiri til að
sjá um vinnuna og ráða smiði til brúargjörða. Kostnað-
ur til hreppavega greiðist þannig, að hver húsbóndi greið-
ir á vorhreppaskilaþingi 1 kr. 25 aura fyrir hvern verk-
færan karlmann á heimili sínu frá 20—60 ára að aldri,
og hlýtur aldurinn að vera miðaður við jiann tíma,
þá er listinn er saminn, en eigi við gjalddaga.
Verkfærralistann fær nefndin hjá hreppstjóra, sem á að
semja hann fyrir lok marsmánaðar ár hvert, og heimtir
svo gjaldkeri inn gjaldið í peningum; hreppsnefndin
semur síðan reikning yfir tekjur og gjöld vegasjóðsins, og
sendir oddviti hann til sýslunefndar árlega. Hreppsnefnd-
in öll hefur ábyrgð á þessum sjóði eins og öðrum. þ>ar
sem lítið er að vinna að hreppavegum getur sýslunefndin
ákveðið, að allt að helmingi hreppavegagjalds greiðist í
sýslusjóð; sje liins vegar mikil hreppavegavinna í einhverj-
um hreppi getur sýslunefndin ákveðið, að helmingur á
móts við hreppavegagjaldið skuli greiðast úr sýsluvega-
sjóði. í þennan sjóð greiðir hreppsnefndin á manntals-
þingi 1 kr. 25 a. úr sveitarsj'óði fyrir hvern verkfæran
karlmann eins og áður segir, en gjaldi þessu er jafnað
niður ásamt öðrum gjöldum, en eigi sjerstaklega. Frekara
en þetta virðist eigi þörf að taka fram um þetta atriði,
því að það ætti eigi að þurfa að geta þess, að það er
eigi heimilt að vinna af sjer gjaldið á annan hátt, en að
svo miklu leyti hinn skipaði verkstjóri vill taka gjaldanda
í vinnu, og að það á að halda reglulegan reikning yíir
sjóð þennan, en eigi að eins á pappírnum. Undirboðs-
þing á vegastörfum getur hreppsnefndin sjálf haldið án
milligöngu sýslumanns. — Sýslunefndin getur falið hrepps-