Lögfræðingur - 01.01.1898, Page 88
88
Klemens Jónsson.
nefnd umsjón með sýsluvegagjörð í hreppnum, og skal
hún þá ráða hæfan verkstjóra.
d. Eptirlit með fjallskilum og fl.
Hreppsnefndin skal sjá um notkun afrjetta, fjallskil,
fjárheimtur og gjöra ráðstafanir tilað eyða refum ogjafna
niður gjöldum, er af pví leiðir (17. gr. í svstj. tilskipun).
J>ó að hjer sje um yfirgripsmiklar og vandasamar skyldur
að ræða, verður þó eigi gengið nánara inn á þær hjer,
með því að þessar skyldur eru ákveðnar í sjerstökum reglu-
gjörðum, eins og kunnugt er, en þessar reglugjörðir eru
mjög mismunandi. par til kemur einnig, að reglur þess-
ar eru samdar af sýslunefndunum, og byggðar á æfagam-
allri venju, og má því ætla, að þær sjeu mönnum kunn-
ar og Ijósar, Einungis skal það tekið fram, að eptirlög-
um nr. 86, 24. nóv. 1893 greiðist kostnaður við eyðing
refa í heimalöndum, á almenningum og afrjettum þeim,
er sveitarfjelög eiga, úr sveitarsjóði; en eigi einstakir menn
afrjetti, verða þeir að bera kostnaðinn sjálfir. [>uð er á-
litið, að hreppsnefndir hafi vald til að gjöra allar þær á-
kvarðanir viðvíkjandi fjallskilum innan takmarka hrepps-
ins, sem eigi koma í bága við reglugjörð eða rjettindi
annara lireppa. (Stj. tíð. 1879, B. bls. 73).
e. Umsjón með eigum lireppsins.
Hreppsnefndin á að hafa umsjón með þinghúsi hrepps-
ins og öðrum fasteignum, sem hreppurinn kann að eiga,
og sjá um, að þeim sje haldið í tilhlýðilegu standi. Nefnd-
in hefur því byggingarráð yfir jörðunum, gefur út bygg-
ingarbrjef, heimtir inn afgjaldið, og ef jörðin er illa setin,
eða byggingarskilmálar rofnir jörðinni í óhag, er það bein
skylda nefndarinnar að byggja leiguliða út, eða á annan
hentugan hátt bæta úr þessu; vanræki nefndin þessa skyldu