Lögfræðingur - 01.01.1898, Síða 90
90
Klemens Jónsson.
til, og ný gjöld, sem eigi er gjört ráð fyrir í áætlun er
nefndinni eigi heimilt að borga út nema með leyfi sýslu-
nefndar; beri slík óvænt gjöld að hendi, og nægilegt fje
er ekki til í sjóði, af því eigi var við því búizt, verður
nefndin, um leið og hún fær leyfi sýslunefndar (sýglu-
manns) til að borga út gjaldið, að fá leyfi til að taka
bráðabirgðalán, er svo á næsta áriverður jafnað niður
ásamt öðrum gjöldum. j'egar sýslunefndin lætur endur-
skoða lireppsreikninginn, verður að bera liann saman
við áætlunina, og gæta þess, að þeim beri saman, en sje
það eigi, verður að leggja mismuninn undir úrskurð sýslu-
nefndarinnar. Aætlunina skal semja eptir fyrirmynd. sem
sýslunefndin hefur búið til. Af því ætla má, að [áætlanirnar
kunni að vera mismunandi, er hjer prentuð slík fyrir-
myndr og skulum vj cr um leið fara nokkrum orðum um
hina einstöku liði, eptir því, sem þeir gefa ástæðu til.
T e k j u r.
í, Eptirstöðvar frá f. á. Kr. au.
a. I sjóði hjá gjaldkera Kr. au.
b. Innieign í verzlun — —
2. Tíundir:
Fasteignartíund hndr.
Lausafjártíund —
3. Afgjald af jörðum — —
4. Vextir af peningum — —
5. Hundaskattur — —
b, Endurborguð lán
a, Frá þurfamönnum hreppsins — —
b. — — annara hreppa — —
7. Sektir — —
Að flytja