Lögfræðingur - 01.01.1898, Blaðsíða 93
Handbók fyrir hrepsnefndarmenn.
93
12. gr. 9/10 álna af hverju lausafjárhundraði, sem fellur
óskipt í sveitarsjóð, ef hún nær eigi 5 hundruðum, en
sje tíundin þar yfir (skiptitíund), rennur einungis J/3 hluti
hennar í fátækrasjóð. (Sjá tíundartöflu, sem prent-
uð er hjer að framan.) Hundaskattur er 2 krónur
fyrir hvern hund, ef eigandinn býr á 1 hundraði úr jörð
eða jarðarparti, sbr. lög 22. maf 1890, en annars 10 kr.
af hverjum hundi; skattur þessi gengur upp í sýslusjóðs-
gjaldið, því sýslumaður heimtir hann inn á manntalsþing-
um ásamt öðrum þinggjöldum. Sektir margar eptir
ýmsum lögum eiga að renna í sveitarsjóð. og skulum vjer
nú telja upp lög þau, er ákveða þessháttar sektir, án þess
vjer þó viljum ábyrgjast, að þau sjeu öll upptalin.
Sektir, sem samkvæmt N. L. 1 —12 sbr. tilsk. 23.
desbr. 1735 eru dæmdará málsparta, talsmenn og aðra, er
sýna ókurteisi fyrir rjetti, eða brúka ósæmilegan ritmáta.
Sektir samkv. tilsk. 27, mai 1746, 1. gr. sbr. og 5.
og 6. gr. fyrir vanrækslu presta að húsvitja, eiga að ganga
»til fátækra barna uppfræðingarn sbr, nú lög 9. jan. 1880
um uppfræðing barna í skript og reikningi, sjá einnig
kgsbrjef. 2. júlí 1790 2. og 4. gr.
Sektir eptir kgsbrjfl 5, marz 1751 fyrir vanrækslu að
tilkynna biskupi sölu á bændakirkju.
Sektir eptir kgsbrjefi 26. júuí 1782, ef veraldlegur
maður fellir niður boðburð á embættisbrjefum frá and-
legrar stjettar mönnum (nú þýðingarlaust ákvæði),
Sektir eptir tilsk, 13, júní 1787 II, kap, 15. gr.
fyrir að selja skemmt korn,
Sektir eptir tilsk. 3. júní 1796 10. gr. ef málspartar
draga mál úr hófl; 35. gr,, ef dómari vanrækir að votta
um meðferð sakamála, eða sýnir hirðuleysi í málsmeðferð