Lögfræðingur - 01.01.1898, Page 96
9G
JKIemcns Jónsson.
gjörð 8. jan. 1834, 14. gr. 4. lið, sem er fimmtungur af
allri fiskiveiði, hvort sem hún fæst með færum, önglum
eða netjum, en í Njarðvíkurflóa og þeim hluta Faxaflóa,
sem Suðuramtið nær að, skal þó aðeins renna í fátækra-
sjóð einn hlutur af bátum af afla, sein fæst í net, sjá
kgsbrjef 28. apríl 1S36. Ef um síld og upsa er að ræða,
þá skal gjalda í fátækrasjóð 4—100 kr. eptir úrskurði
sýslumanns, sjá tilskipun 12. febr. 1872, 7. gr. Oskilafje,
sjá fátækrareglugjörð sömu gr., 7. lið, að frádregnum
kostnaði, þar með talin uppboðslaun hreppstjóra 4 afhundr-
aði. Gjafir sömu gr. 8. lið. Endurgjaldfyrirselda muni
hreppnum tilheyrandi. Aptur á móti virðist endurgjald
fyrir seldar reitur þurfamanna eiga af falla undir »endur-
borguð lán». Aukaútsvör eru nú orðnar aðaltekjur
hreppanna, og verður að tala um það atriði ýtarlega, og
virðist þá rjett að taka alla rannsóknina um það hjer upp
í einu lagi, þó það strangt tekið heyri ekki til í þessu
sambandi.
Niðurjöfnun aukaútsvara á eptir lögum 9. janúar 1880
að fara fram á tímabilinu frá 1.—20, oktbr. ár hvert og
er þá eindagi á gjaldinu 31. desbr., nema hreppsnefndin
gefl lengri frest. En eptir lögum 15. febr. 1895 getur
sýslunefndin veitt hreppsnefnd leyfi til að láta niðurjöfnun
fram fara á tímabilinu frá 10.—30. júní, og er þá ein-
daginn 31. ágúst, nema hreppsnefndin gefi lengri frest.
Niðurjöfnunin nær til allra þeirra, eptir efnum og ástæð-
um, sem hafa fast aðsetur í hreppnum, eigi minni tíma
en 4 mánuði á ári, sbr lög 9. ágúst 1889.
a. Niðurjöfnunin nær til allra, sem eiga lögheimili í hreppn-
um; af þessu leiðir, að hreppsnefndin er eigi bundin
við aldur eða stjett, eins og margir halda; það má leggja