Lögfræðingur - 01.01.1898, Side 97
Handhók f’yrir hreppsnefndarmenn.
97
útsvar á barnið í vög[gunni, ef efni og ástæður eru til,
sem vel geta verið, t. a. m. hafi barninu lilotnazt arfur;
engin stjett er heldur undanþegin, eigi vinnuhjú og eru
]iau auðvitað sjálf skyld til að borga útsvarið, en eigi
húsbóndinn, eigi fullorðin börn, sem eru heima hjá for-
eldrum sínum; sveitarlimir og ómagar eru eigi undan-
teknir frá aímennu reglunni, en þá vanta efni og ástæð-
ur og falla því úr.
b. Einungis þeir, sem eiga fast aðsetur í hreppnum, eru
skyldir að borga útsvar; livort maður eigi lögheimili
í hreppnum, getur á stundum verið vafasamt, og er þá
leyfilegt fyrir hreppsnefndina að leggja á hlutaðeiganda
útsvarið, og getur hann þá hafið mótbárur við lögtakið,
og fellur þá úrskurður um það án mikils tilkostnaðar
af hvoiugra hálfu, og er þá báðum frjálst að áfrýja
þeim úrskurði. J>að er svo sem auðvitað, að allir sem
lialda »dúk og disk« eða eldstó í hreppunum eiga þarlög-
heimili, og vistráðin hjú þeirra, enda þótt húsbóndinn
eða hjúin sjeu burtu part úr árinu t. a. m. til sjóróðra,
ennfremur allt lausafólk, sem hefur tilkynnt hlutaðeig-
andi hreppstjóra heimili sitt samkv. lögum 2. febr. 1894,
og enda þótt þetta hafi verið vanrækt, getur það þó
vel átt heima í hreppnum, og verður spurningin um
það almennt að vera komin undir því, hvort þeir á
ytri hátt hafi gefið til kynna, að þeir ætluðu sjer
að eiga þar heimili, svo sem með því að hafa þar allan
varnað sinn, konu og börn, hahli þar verkamenn,
hjú eða því um líkt. Nánari reglur fyrir einstaka til-
fellum verða eigi gefnar, en að öðru leyti skal lijer vísað
til ritgjörðar eptir landritara Jón Magnússon í tímariti
búkm.fjel. 1S. árg. 1897 bls. 100—112.
Lögfræðingur II. 1898.
7