Lögfræðingur - 01.01.1898, Page 99
Handbók fyrir hreppsnofndarmonn.
99
kvæmust, þegar menn athuga þær almennt, en síður,
ef menn fara að binda sig við þröngar reglur. (Niður-
jöfnunarskráin lítur því einfaldast þannig úti
Jarðarhdr. Ábúandi. Lausafjhdr. Tíund. kr. au. Aukaútsv. kr. au. Samtals. kr. au.
27 hdr. N. N. 20 hdr. 6 49 50 00 56 49
Annars skal það tekið fram fyrir þá, sem vilja aðgreina
efni og ástæður, að efni eru peningalegur auður, af hverju
svo sem hann er kominn, hvort heldur landbúnaði, fiski-
veiði, verzlun, handverki, rentu af innstæðufje, launum
o. sv. frv.: á tekjur af fasteign virðist eiga aðleggja hærra
útsvar en tekjur af atvinnu. Ástæður sjerstaklega tákna
fjölda barnanna og annara skyldu ómaga, sjúkdóm, vinnu-
dugnað, vinnuþol, eða ekki þol, sem allt getur gefið ástæðu
til að hækka eða lækka útsvörin.
Hafi menn líka haft fast aðsetur o: heimili annars-
staðar, má eigi leggja hærra gjald en samsvari þeim tíma,
er þeir hafi verið í hreppnum sjá lög 9. ág. 1889. Eptir 2.
gr. í lögum 19. jiiní 1888 um bátfiski í fjörðum, má leggja
hæfilegt útsvar á aðkomandi fiskimenn, sem á löglegan
hátt stunda fiskiveiðar frá bátum á útveg annara en þar-
sveitarmanna, þó útheimtist til þess, að þeir hafi dvalið
í veiðistöð hreppsins 4 vikur eða lengur í einu. Sjeu út-
vegsmennirnir úr öðrum sveitarfjelögum við sama fjörð
eða flóa, er það þó skilyrði, að þeir hafi eigi goldið útsvar
í sveitarfjelagi þeirra sjálfra, sem þeir verða þó að sanna
með því að leggja fram útsvarsmiða, eða önnur skýrteini.
Útsvar þetta skal formaður bátsins greiða, áður en liann
fer, og má taka þetta útsvar lögtaki eins og önnur útsvör;
þessu útsvari verður einkum beitt við Færeyinga, sem