Lögfræðingur - 01.01.1898, Side 100
100
Klemens Jónsson.
stunda flskiveiðar á Austurlandi, og Norðmenn, er reka
síldarveiðar.
Eptir lögum 9. ágúst 1889 má leggja útsvar á 1)
ábúð á jörðu eða jarðarhluta og á 2) fastar verzlanir, pog
aðrar arðsamar stofnanir og fyrirtæki í hreppnum, er sjeu
rekin að minnsta kosti 4 mánuði af gjaldaárinu, þótt eig-
endur þeirra eigi liafi þar fast aðsetur. Með þessum lög-
um eru aftekin tvö mikilsvarðandi vafaspursmál, er áður
voru uppi; það er þannig nú heimilt að leggja útsvar á
mann, sem hefur ábúð á jörð, en er búandi í öðrum
lireppi, sem opt kemur fyrir. Hvað það sje að hafa á-
búð á jörð eða jarðarhluta, virðist ekki vera vafasarnt að
ákveða, en landsyfirdómurinn hefur í tveimur dómum (sjá
dómasafn 4. B. bls. 225 og 331) skilið orðið ábúð í svo
þröngri og óvanalegri merkingu, að lagaboð þetta liefur í
framkvæmdinni orðið nær því ónýtt, og hefur hæztirjett-
ur síðan staðfest annan þessara dóma. Bæði á þingunum
1893 og 1895 hefur verið reynt að fá breytt lögunum,
en það hefur eigi tekizt. J>á má nú og leggja útsvar á
fastar verzlanir, svo og arðsamar stofnanir og fyrirtæki í
hreppunum, en þó því að eins, að þau hafi verið rekin
minnst 4 mánnði á árinu. Hvað sjeu arðsöm fyrirtæki
og stofnanir verður eigi sagt, enda virðist ekki mjög örð-
ugt að ákveða það í hvert einstakt skipti, því lögin benda
til, að þau skuli vera lík þeim, sem sjerstaklega eru nefnd;
en af lögum 6. mars 1896 má sjá, að kaupfjelög ogpönt-
unarfjelög eigi sem slík eru álitin arðsöm fyrirtæki, því
á þessi fjelög má því að eins leggja aukaútsvar, að þau liafi
leyst borgarabrjef, hafi sölubúð og vörur til sölu, eða með
öðrum orðum rekið verzlun, en þetta virðist hefði mátt
gjöra án sjerstakrar lagaheimildar, að minnsta kosti, ef