Lögfræðingur - 01.01.1898, Síða 104
104
Klemens J ónsson.
eldi barnsins, þá liafa þeir menn, er þessa skyldu takast
á hendur, svo og lireppsnefndin, ef barnið kemst á sveit-
ina, alveg sama rjett og áður er sagt. Sýslumenn og
bæjarfógetar eru skyldir til að hjálpa hreppsnefndum til
að uppgötva verustaði barnsfeðra. Sjá að öðru leyti um
ýms vafaatriði þessum lögum viðvíkjandi Stj. tíð. 1805,
bls. 2 og 14fi.
Kostnaðivið þurfamannaflutninga jafnar sýslu-
maður niður á gjaldskyld lausafjárhundruð, og heimtir
síðan inn gjaldið, sjá tilsk. 26. apríl 1868. Sýslusjóðs-
gjaldi jafnar sýslunefnd niður á fasteignar- og lausa-
fjárhundruð, og heimtir sýslumaður það inn á manntals-
þingum; upp í það gjald gengur hundaskatturinn eins
og áður er sagt. Kostnaður við refaveiðar er
venjulega fastákveðinn í reglugjörðum sýslunefndanna.
Óviss útgjöld eru margvísleg; auk menntamála eru
það t. a. m. sóttvarnarmeðöl, meðöl til hundalækninga,
til fjárskoðana, útgjöld til mála, er hreppurinn kann að
eiga í, borgun fyrir úttektarbækur samkvæmt 32. gr. í
lögum 12. jan. 1884 og fleira.
Áætlunin skal liggja á sama stað og niðurjöfnunar-
skráin 3 vikur á undan reikningsárinu (fyrir fardaga), og
verður hún því að vera svo tímanlega samin, að hún geti
þá orðið lögð fram. Um leið og hún er lögð fram, skal
senda sýslunefndinni eptirrit af henni.
Innheimtu og reikningshald liefur oddviti, nema sjer-
stakur gjaldkeri sje kosinn, eins og venjulegt er orðið, og
bezt fer á (sv. stj. tilsk. 20. gr.). Keikningsárið er far-
dagaárið; reikningurinn skal vera tilbúinn fyrir lok júní-
mánaðar, og skal lið fyrir lið fylgja áætlunarforminu.
Síðan skal ö 11 nefndin rannsaka reikninginn eða kjósa