Lögfræðingur - 01.01.1898, Qupperneq 105
Handbók fyrir hreppsiicfndarraenn.
105
sjerstakan mann til þess. Athugasemdir þær, er fram
koma, skulu síðan sendar reikningslialdara, og svarar liann
þeim síðan, og skal þessu vera lokiö fyrir septembermán-
aðarlok, þá skal reikningurinn með athugasemdum og
svörum lagður fram í þinghúsi hreppsins eða öðrum hent-
ugum stað, sem hreppsbúum er kunnugt um, í 3 vikur.
Fyrir lok nóvembermánaðar skal svo senda sýslunefndinni
reikninginn ásamt tilheyrandi fylgiskjölum, athugasemdum
og svörum; hún skal láta rannsaka reikninginn og úr-
skurðar þær athugasemdir, sem gjörðar hafa verið annað-
hvort af endurskoðanda hreppsnefndarinnar eða hennar
sjálfrar. Öll nefndin ber ábyrgð á því, að reikningurinn
sje rjettur; nefndin skal ábyrgjast innstæðulje, skuldabrjef
og aðrar eigur hreppsins (21. gr.). Úr hreppssjóði má
eigi greiða nein gjöld nema a) þau sem lögboðin eru, b)
þótt eigi sjeu lögboðin, ef hreppsnefndin liefur samþykkt
þau, og eigi farið í því efni út fyrir verkahring sinn, en
hafi hún það, útheimtist ennfremur c) samþykki sýslu-
nefndar eða jafnvel amtsráðs (38. gr.).
g. Ýms mál, er undir hreppsnefnd heyra.
1. Hreppsnefndin á með hverju móti er hún getur að
leitast við að koma í veg fyrir húsgang og flakk (22. gr.)
sbr. tilsk. 26. maí 1863, og að öðru leyti að styðja að
því, að góð regla eflist og viðhaldist í hreppnum. þetta
virðist eigi þurfa frekari skýringar við, en einungis skal
þess getið, að frekara verður eigi krafizt í þessu efni af
hreppsnefnd, en að hún skýri hreppstjóra, sem er skyldur
að hafa gætur á þessu, frá því, ef hún verður vör við
vergang og flakk, eða að menn sjeu í hreppnum í ó!ög-
legri húsmennsku eða lausamennsku, en hreppstjóri skýrir
svo aptur sýsluroanni frá þessu.