Lögfræðingur - 01.01.1898, Qupperneq 106
Klemens Jónsson.
100
2. 23. gr. sveitastj. tilsk. skipar fyrir, að undir hrepps-
nefndina skuli bera önnur mál, er snertir sveitina sjálfa,
þó nefndin eigi ekki að gjöra ut um þau, en þó því að
eins, að þessu verði viðkomið, t. d. um stofnun heilbrigð-
isnefnda, og þá einnig önnur heilbrigðismálefni, um mál,
er snerta yfirsetukonur, um varnir gegn hallæri o. s. frv.
Breytingar á hreppaskipun má alls eigi gjöra án samþykkis
nefnda þeirra, er í hlut eiga, hvort heldur breytingin er
fólgin í því að leggja saman tvo eða fleiri hreppa, eða
skipta einum hreppi í tvær eða fieiri sveitir. Hreppsnefnd-
ir hafa einnig heimild til þess, að gjöra uppástungur og
senda bænarskjöl til stjórnarinnar um allt það, er getur
verið sveitinni til gagns.
Auk þessarar almennu reglu er í sjerstökum tilfeil-
um fyrirskipað, að leita skuli álits hreppsnefnda.
3. Hreppsnefnd á að gefa umsögn sína um það, þeg-
ar maður sækir um uppreist á æru, hvort hann hafi hegð-
að sjer velog ráðvandlega sjá 3. gr. í tilsk. 12. mars 1870,
4. Snauðir menn, sem beiðast gjafsóknar verða að hafa
fátækravottorð frá hlutaðeigandi sveitarstjórn, sjá lög 12.
júlí 1878.
5. Ef þurrabúðarmaður óskar eptir, að fóð sú, sem
fylgja á þurrabúð, sje minni en lög ákveða, eða aðrir fara
þess á leit, þá þarf hreppsnefnd að mæla með því, til
þess að það fáist, sjá lög 12. jan. 1888.
6. Ef maður vill öðlast leyfi til að selja áfenga drykki
til neyzlu á staðnum, og til þess að selja minna en 3 pela
af víni í einu, eða 10 hálfflöskur af öli, þá verður hann
að snúa sjer til hlutaðeigandi hreppsnefndar með skrif-
lega bæn, og ber nefndin síðan málið upp á hreppaskiia-
þingi, eða almennum fundi, sem boðað hefur verið til í