Lögfræðingur - 01.01.1898, Page 110
1 ]()
Klemens Jónsson.
1 krónu í sjóðinn árlega. en kvennmaður 30 aura árlega.
J>ó eru undanþegnir gjaldinu fjelausir menn, ef þeir haí'a
fyrir ómaga að sjá, og þeir sem fyrir heilsubrest, sem
verður að sanna með læknisvottorði, ef til kemur, eða af
öðrum ástæðum ekki geta unnið fyrir kaupi; enn eru þeir
undanþegnir, sem á einhvern hátt hafa tryggt sjer fje til
framfæris eptir að þeir eru orðnir 65 ára að aldri. Skrá-
in skal liggja til sýnis frá 1 —14. febrúará hentugum stað.
Nú telur einhver sig ranglega talinn á skránni, og skal
hann þá liafa kært innan 21. febr. fyrir hreppsnefndinni,
og leggur hún síðan fullnaðarúrskurð á kæruna. Síðan
skal senda skýrsluna til sýslumanns innan loka febrúar-
mánaðar; sýslumaður heimtir síðan inn gjaldið og kemur
því á vöxtu í Söfnunarsjóðinn.
Árið 1901 byrja þessir sjóðir að starfa, og skal þá
árlega úthluta helmingnum af hinu árlega gjaldi og vöxt-
um; hreppsnefndin skal úthluta styrknum, og eru skilyrðin
fyrir að geta orðið styrks aðnjótandi þessi: 1) að styrk-
þegi sje fátækur og auk þess heilsulítill eða ellihrumur,
2) að hann eigi heima í sveitarfjelaginu, 3) þiggi ekki af
sveit, en á sama stendur, hvar hann er sveitlægur 4) að
liann sje eða hafi verið einhvern tíma í þeim stjettum, að
gjaldskylda hafi á honum hvílt. Landshöfðingi skal eptir
tillögum amtsráða semja reglur, sem skulu birtar í B deild
stj.tíð., um úthlutun á styrknum, en slíkar reglur eru
enn eigi útkomnar. Styrkur þessi er auðvitað eigi sveit-
arstyrkur.
11. Samkvæmt lögum nr. 15, 6. nóv. 1897 má stofna
nýbýli í afrjettum, er sveitarfjelög eiga, og almenningum,
ef hlutaðeigandi hreppsnefnd leyfir og sýslunefndin sam-
þykkir. Nýbýlið má aldrei vera minna en svo, að þaö