Lögfræðingur - 01.01.1898, Side 111
Handbók fyrir hroppsnefndarmenn.
sje metið 5 jarðarhdr. að dýrleika, og getur hlutaðeigandi
sveitarstjórn, þegar liennar leyfis þarf með, áskilið, að ný-
býlingur greiði í sveitarsjóð árlegt erfðafestugjald af land-
inu, er áreiðarmenn meti.
Ií2. Eptir lögum nr. 16, 6. nóv. 1897 kýs hreppsnefnd
á ári hverju einn mann til þess ásamt presti og formanni
skattanefndar að semja verðlagskrá. j>að er eigi tekið
fram, að maðurinn skuli vera úr flokki hreppsnefndar-
manna, en það virðist þó rjettast. Maður þessi verður að
vera kosinn fyrir lok októbermánaðar, og á kosningin að
fara fram á reglulegum fundi.
13. Hreppsnefnd er skyld að gefa vottorð um, hvert
menn hafi þegið fátækrastyi'k, því annars mega þeir eigi
gipta sig, sjá tilsk. 30. apríl 1824, 3. gr. 10.
Að endingu skal það hjer tekið fram, að hreppsnefnd-
in er yfir höfuð að tala skyld að gefa hverjum þeim út-
skript úr gjörðabókinni, sem getur sýnt það, að hann hafi
lagalega hagsmuni af því.
X.
Vald hreppsnefnda gagnvart þurfamönnum.
Aður höfðu sveitastjórnir mjög lítið vald yfir þurfa-
mönnum, eða tryggingu gegn því, að þeir færu eigi ráð-
lauslega að, nema svipta þá fjárráðum, en með lögum nr.
20, 4. nóv. 1887 um sveitarstyrk og fúlgu, hafa nefndirn-
ar fengið mikið aðhald gegn þurfamönnum, og ef nefnd-
irnar beita þeim lögum með alvöru en þó mannúðlega,
má margt fara betur en nú gjörist í forsorgun þurfamanna.
En því miður munu þessi lög aðeins vera á pappírnum
mjög víða. Eptir 1. gr. er hver sá, sem þegið hefir sveit-