Lögfræðingur - 01.01.1898, Page 112
Klemens Jónsson.
112
arstyrk skyldur til að endurborga liann. ]>etta stríðir
eigi á móti því, sem fyr var sagt um börn undir 16 ára,
því sá styrkur er eigi skoðaður sem veittur þeim, heldur
foreldrunum. Að draga þá ályktun út úr þessari grein,
eins og gjört hefir verið, að áður en þessi lög öðluðust
gildi, hafi eigi verið skylt að endurgjalda fátækrastyrk,
getum vjer eigi aðhyllzt; í svona lögum er það ofboð
eðlilegt, að byrja með því að taka endurgjaldsskylduna
bert fram, slá því föstu, sein sjálfsagt var og samkvæmt
hlutarins eðli; ef þetta liefði eigi staðið í lögunum, hefði
miklu fremur mátt draga þá ályktun út úr þeim, að eng-
in endurgjaldsskylda hvíldi á þurfalingum
þegar skuldin er færð inn í sveitarbókina, er hún
sönnun fyrir skuldinni; skuldina má taka lögtaki án nokk-
urs tímafrests 2. gr.
Hreppsnefndin getur látið fógeta (sýslumann) skrifa
upjt alla fjármuni þurfamannsins; sje uppskriptinni ásamt
útdrætti úr sveitarbókinni þinglýst á næsta manntals-
]»ingi eptir, þar sem maðurinn á heima, eða ef um fast-
eign er að ræða, þá þár sem hún er, þá leggst veðband á
liina uppskrifuðu muni skuldinni til tryggingar. Ef skuldu-
nautur flytur sig í aðra þinghá virðist þurfa að þinglýsa
uppskriptinni og útdrættinum þar á næsta manntalsþingi
á eptir, sbr. lög um veð 4. nóv. 1887, 7. gr.. til þess að
veðsetningin haldist í gildi. Yerkanir veðsetningarinnar
eru, að sveitin liefur tryggingu fyrir skuld sinni, að svo
miklu leyti munirnir hrökkva, á undan öllum síðari skuld-
um, hvort sem fjárnám er gjört hjá lionum, eða hann
1) Hæstirjettur liefur nú samt komizt að þeirri niðurstöðu, að
1. gr. laga 4. nóv. 1887, geti eigi náð til sveitarstyrks, er áð-
ur var veittur (Dómasafn 5. B. bls. 301).