Lögfræðingur - 01.01.1898, Qupperneq 113
Handbók fyrir hreppsnefndarmenn.
113
verður gjaldþrota, nema hvað nefndin verður að víkja fyrir
vissum forgönguskuldum, sem óþarfi er að telja hjer upp,
en veðsetningin gefur nefndinni enga heimild til að selja
munina nema eptir löglegan undirbúning þ. e. fjárnám
bvggt á dómi eða sátt, sem og er þýðingarlaust, þar sem
alltaf er hægt að beita lögtakinu, sem er miklu auð-
veldara meðal. — Enn má eptir 4. gr., eins og áður, fá
þurfamanninn sviptan fjárráðum af amtmanni, ef sveitar-
stjóruin fer þess á leit, af því þurfamaðurinn fari ráðlaus-
lega með efni sín, og sýslumaður leggur það til. f'að
virðist sanngjarnt að leita einnig álits nánustu vanda-
manna, en eigi er skylt að taka tillit til álits þeirra; fjár-
ráðsmaður er þá skipaður, og skal hann láta birta úr-
skurðinn á varnarþingi þurfamannsins, því meðan það er
eigi gjört, getur liann með lagakrapti afhent eigur sínar
tíl þess, sem eigi veit um fjárráðasviptinguna. Undir eins
og búið er að borga styrkinn skal amtmaðui fella úr gildi
úrskurðinn, ef sá beiðist þess, er sviptur er fjárráðum.
þurfamaöur sem vinnufær er, er skyldur að fara í
liverja þá viðunanlega vist, og vinna hverja venjulega
vinnu, sem sveitarstjórnin ákveður, og honum er eigi um
megn, meðan hann er eigi fær um, án sveitarstyrks, að
framfleyta sjer og þeim, er hann á fram að færa að lög-
um. Ef þurfamaður ber því við, að vistin eða vinnan sje
eigi viðunanleg, er hann skyldur að hlýða ákvæði lirepps-
nefndarinnar fyrst um sinn, en jafnframt getur hann kært
málið fyrir svslumanni, sem sker úr því, eptir að hafa
leitað álits tveggja óvilhallra manna (5. gr.). Ef þurfa-
maður óhlýðnast þessum ákvæðum nefndarinnar án þess
að kæra það jafnframt fyrir sýslumanni, eða eptir að sýslu-
maður hefur staðfest ákvæði nefndarinnar, heldur sýslu-
Lögfræðingur II. 1898.
8