Lögfræðingur - 01.01.1898, Side 117
Handbók fyrir hreppsnefndarmenn.
117
á fyrsta ári er jafnað niður kr. 1000,00
- öðru ári — — — — 1100,00
- þriðja ári — — — — 1200,00
kr. 3300,00
Meðaltal eptir 3 ár.............— 1100,00
þriðjungur þar af kr. 366, 67. Á fjóröa ári má því
eigi leggja meira á en kr. 1466,67 án leyfis sýslu-
nefndar. Upphæð sú, er eitthvert ár, kann að verða
lögð á með samþykki sýslunefndar fram vfir þetta, má
ekki teljast með, þegar síðar meir á að finna áðurgreinda
meðaltalsupphæð,
5. til þess að selja megi eða veðsetja fasteignir sveitar-
innar, eða til þess að kaupa nýjar fasteignir handa
sveitinni.
6. til þess að eyða innstæðufje sveitarinnar.
7. til jiess að taka lán handa sveitinni, sem nemi meiru,
eða sje fyrir lengri tíma, en að það verði borgað apt-
ur fyrir lok næsta reikningsárs, eða endurnýja slíkt lán,
. eða lengja þann tíma, er á að borga það aptur. Sje
aptur á móti um smá lán að ræða, sem borgast éiga
aptur á sama ári, þá þarf eigi samþykki sýslunefndar.
Fari hreppsnefndin út yfir hin settu takmörk, eru
ýms ráð fyrir hendi, er beita má gegn henni.
a. Komist sýslumaður sem oddviti sýslunefndar að því eptir
áætlunum þeim og reikningum, sem honum liefur bor-
izt, eða á annan hátt, að einhver ályktun hreppsnefnd-
arinnar fer frant yfir vald það, sem hún hefur, eða að
öðru leyti er lögunt gagnstæð, eða skorast undan að
gegna skyldu sem á sveitinni hvílir, getur hann ónýtt
ályktunina fyrst um sinn, ef ekki er búið að framkvæma
hana. J>etta gjörir hann með fyrirskipun þár að lút-