Lögfræðingur - 01.01.1898, Blaðsíða 126
Páll Briem.
120
Lög þossi tryggja rjett beggja lœrimeistara og nem-
enda. Lærimeistarinn á að láta nemandann læra iðn sína
og má ekki ofbjóða ijonum með vinnu; hins vegar ánem-
andinn að vera meistara lilyðinn, má ekki hlaupaúrnám-
inu o. s. frv. I>eir lærimeistarar, sern ekki vilja gjöra
námssamning, munu að jafnaði vilja láta nemondur sína
vera rjettlausa, og þess vegna er ákveðið í iögunum, að
lærimeistarar, sem eigi gjöra námssamning um nám
manna yngri en 18 ára, skuli sæta sektum, en auk þess
er námssamningnrinn ógildur, svo að nemandinn er ekki
skyldur að hlýða honuna og getur farið frá honum víta-
laust.
Kaupstaðir (Akureyri, Reykjavík, Seyðisfjörður).
18) Lög 15. jan 1892 um stækkun verzlunarlóðarinnar í
Eeykjavík.
19) Lög 16. sept. 1893 um hafnsögugjald í Keykjavík
ákváðu, að öll verslunar- og mannflutningaskip og útlend
fiskiskip skyldu greiða hafnsögugjald í EeykjavíkJ er þau
legðust þar við akkeri fvrsta sinn á árinu, þótt þau ekki
notuðu hafnsögu.
20) Lög 2. febr. 1894 um breytingu á opnu brjefi 29. maí
1839 um byggingarnefnd í Keykjavík veita heimild til að
byggja steinhús hvert við annað, og ennfremur timburhús
60 álnir í samfellu, ef liúsin eru aðgreind með eldvarnar-
göflum, banna að byggja torfhýsi, nema í úthverfum kaup-
staðarins, og setja varnir við því, að menn láti hús og
girðingar lýta eða óprýða útlit kaupstaðarins.
21) Lög 23. febr. 1894 um að leggja jarðirnar Laugar-
nes og Klepp í Seltjarnarneshreppi undir lögsagnarumdæmi
og bæjarfjelag Keykjavíkur.
22) Lög 8. maí 1894 um bæjarstjórn á Seyðisfirði ákveða,