Lögfræðingur - 01.01.1898, Side 128
128
Váll Briem,
2. gr. liljóðar þannig: «Gjöld til kirkju skal greiða í
peningum eptir meðalverði allra meðalverða í verðlagsskrá,
er gildir í hverri kirkjusókn á gjalddaga. Ef gjaldanda
brestur peninga, má hann greiða gjaldið í innskript hjá
kaupmanni þeim, er innheimtumaður tekur gildan, eða
þessum aurum: sauðfjenaði, hvítri ull, smjöri, fiski eða
dún, eptir því verði, sem sett er á aura þessa í verðlags-
skránni. Eindagi á kirkjugjöldum er 31.desbr.»
Borgun með vörum er almenn hjá þjóðum, sem standa
á lágu stigi, og gætu þessi ákvæði orðið kirkjunni til
tjóns,1) ef eigi væri jafnframt sett sem skilyrði: »ef gjald-
anda bresturpeningau, því nú erulandsmenn komnir á það
stig, að þá getur ekki, ef fyrirhyggja er sýnd, brostið pen-
inga, ef þeir eiga nokkuð til, sem fjemætt er.
29) Viðaukalög 22. maí 1890 við lög nr. 5, 27. febr. 1880
um stjórn safnaðarmála og skipun sóknarnefnda og hjer-
aðsnefnda ákveða, að söfnuðir skuli halda uppi söng í kirkj-
um á sinn kostnað. Kostnaði af söngkennslunni, liljóð-
færaslætti eður og söngnum, efhljóðfæri er eigi haft, skal
sóknarnefndin með umráði prestsins »jafna niður á sókn-
armenn alla, þá er eigi eru skylduómagar eða sveitaró-
magar«, »og skal það vera aðalreglan, að helmingur kostn-
aðarins komi jafnt á hvern tilskyldan mann, en annar
helmingurinn fari eptir efnum manna og ástæðum«. Kostn-
aðinn má borga af kirkjufje, ef kirkjuráðandi og hjeraðs-
fundur samþykkja.
30) Lög 2. okt. 1891 um breyting á lögum 19. sept 1879
1) Árið 1892—’93 var vættin af harðfiskinum í verðlagsskrá
RangárvallasVslu 24 kr. 19 aur. (af því að svo var verðið
árið áður), en gangverðið var nærri helmingi lægra.