Lögfræðingur - 01.01.1898, Blaðsíða 129
Yfirlit yfir löggjöf íslands 1887—1897.
129
um kirkjugjald af húsum ákveða, að greiða skuli kirkju-
gjald af húsum í kaupstöðum eða verslunarstöðum, sem
eru fullra 500 kr. virði (50 aur. af hverju þús. kr. virði).
31) Lög 16. sept. 1893 um breyting á lögum 27. febr.
1880 um stjórn safnaðarmála og um skipun sóknarnefnda
og hjeraðsnefnda ákveða, að safnaðarfundir skuli vera í
maí, en hjeraðsfundir í júní eða september, og er hjeraðs-
fundur því að eins lögmætur, að þar sje meir en helming-
ur presta og safnaðarfulltrúa. í fjölmennum kirkjusóknum
(yfir 1000 manna) eiga að vera 5 menn í sóknarnefnd.
32) Lög 28. des. 1897 um, að umsjón og fjárhald nokk-
urra landssjóðs kirkna skuli fengið hlutaðeígandi söfnuð-
um í hendur, veita stjórnínni heimild til, að afhenda Bjarna-
neskirkju með */g Bjarnanesi ásamt hjáleigum í stað á-
lags, Prestsbakkakirkju með 3750 kr. álagi, Langholts-
kirkju með 2500 kr. álagi, þ>ykkvabæjarklausturskirkju
með 1000 kr álagi, Möðruvallaklausturskirkju með 4000
kr. álagi og Munkaþverárklausturskirkju með 4500 kr. álagi.
Landbúnaðarmál:
33) Lög 2. des. 1887 um breytingu á landamerkjalögum
17. mars 1882 lengja frest til merkjalýsingar um 2 ár.
34) Lög 11. des. 1891 um aðíluttar ósútaðar húðir veita
landsstjórnínni heimild til, að setja reglur um það, hvern-
ig fara skuli með aðfluttar ósútaðar húðir til þess, að
varna miltisdrepi.
35) Lög 15. jan. 1892 um lán úr viðlagasjóði til handa
amtsráðinu í Vesturamtinu til æðarvarpsræktar. Lán þetta
mátti vera allt að 5000 kr„ og átti einkum að verja því
til að eyða vargi, er æðarfugli grandar og varpi spillir á
Breiðafirði og í Strandasýslu.
36) Lög 19. íebr. 1892 um eyðing svartbakseggja ákveða,
Lögfræðiugur II. 1898.
9