Lögfræðingur - 01.01.1898, Side 131
Yfirlit yfir löggjöf íslands 1887—1897.
131
boðin gjöld. Nú greiðir lausamaður eigi lögboðin gjöld á
rjettum gjalddaga, og er þá húsráðandi sá, er lausamaður
á heimili hjá, skyldur að greiða gjöldin fyrir hann, nema
hann geti vísað á eignir, er lausamaður á, og teknar verða
lögtaki til lúkningar gjöldunum.
Læknamál (sóttvarnir)
44) Lög 2. okt. 1891 um skipun dýralækna á íslandi á-
kveða, að skipa skuli 2 dýralækna á íslandi, annan í Suð-
ur- og Vesturamtinu og hinn í Norður- og Austuramtinu.
45) Lög 31. jan. 1896 um varnirgegn útbreiðslu næmra
sjúkdóma, sjá bls. 32—48 hjer að framan.
46) Viðaukalög 18. des. 1897 við sóttvarnarlög 17. des.
1875 ákveða, að Patreksfjörður (Vatneyri og Geirseyri) í
Barðastrandarsýslu og Seyðisfjörður skulivera meðal sótt-
varnarhafna hjer á landi, en Stykkishólmur skuli ekki tal-
inn meðal slíkra hafna, sjá bls. 21—22 hjer að framan.
Lög:
47) Lög 18. sept. 1891 um, að íslensk lög verði eptirleið-
is að eins gefin á íslensku, ákveða að lög þau, sem alþingi
hefur samþykkt og konungur staðfestir, skuli einungis vera
með íslenskum texta, en stjórnarráðið fyrir Island skuli
annast um opinbera þýðing laganna á dönsku.
Peningar (landsbanki):
48) Lög 9. ágúst 1889 um bann gegn eptirstæling pen-
inga og peningaseðla o. fl. I lögunum er bönnuð eptir-
stæling peninga, peningaseðla, ríkisskuldabrjefa og annara
skuldabrjefa eða hlutabrjefa, sem ætluð eru handhafa, og
vaxtamiðum þeirra, þótt ekki búi svik undir. Brot gegn
þessu. varða 10—200 kr. sektum.
49) Lög 7. febr. 1890 um vextiákveða, að þegar samið
er um vexti af peningaláni, án þess að vaxtaupphæðin
9*