Lögfræðingur - 01.01.1898, Page 132
132
Páll Briem.
sje til tekin, þá skuli vextirnir vera 4 af liundraði, og
ennfremur skuli vera heimilt að taka allt að 6 af hundr-
aði sem vexti af peningaláni gegn veði í fasteignum.
50) Lög 2. okt. 1891 um breyting á lögum um stofnun
landsbanka, dags. 18. sept. 1885, 25. gr., kveða á um
laun starfsmanna bankans.
Póstmál:
51) Lög 3. jan. 1890 um breyting á tilskipun um póst-
mál 26. febr. 1872 og lögum 15. okt. 1875 um breyting
á sömu tilskipun ákveða burðargjald undir krossbands-
sendingar 3 aura fyrir hver 10 kvint eða minna og fyrir
böggla með landpóstum frá veturnóttum til sumarmála
25 aura fyrir hver 25 kvint eða minna, en með póstskip-
um innanlands 10 aura fyrir hvert pund.
52) Lög 18. sept, 1891 um bann gegn eptirstæling frí-
merkja og annara póstgjaldsmiða,
Prentsmiðjur:
53) Viðaukalög 2. okt. 1895 við lög um prentsmiðjur
4. des. 1886 ákveða, að prentsmiðjur lijer á landi skuli
láta bókasafni Austuramtsins í tje eitt eintak af öllu því,
sem prentað er.
Prestar, prestaköll (sbr. kirkjur):
54) Lög 22. mars 1890 um breyting á nokkrum presta-
köllum í Dala- og Barðastrandarprófastsdæmum ákveða,
að í norðurhluta Dalasýslu skuli vera þessi prestaköll:
Hjarðarholtsbrauð, Hvammsprestakall, er átti að leggjast
niðureptir prestakallalögunum 27. febr. 1880, Skarðsþinga-
prestakall og Saurbæjarþingaprestakall, en undir það var
lagt Garpdalsprestakall.
55) Lög 22. mars 1890 um breyting á 1. gr. í lögum
um skipun prestakalla 27. febr. 1880 ákveða, að Klipp-