Lögfræðingur - 01.01.1898, Page 133
Yfirlit yfir löggjöf íslands 1887—1897.
133
staðarprestakall skuli vera sjerstakt prestakall, eins og [iað
var áður.
56) Lög 18. sept. 1891 um lækkun á fjárgreiðslum þeim,
er hvíla á Höskuldsstaðaprestakalli í Húnavatnsprófastsdæmi,
ákveða, að 200 kr. árgjald frá brauðinu skuli falla niður
og eptirlaun brauðsins til þáverandi uppgjafaprests skuli
greiðast úr kndssjóði.
57) Lög 2. okt. 1891 um að landstjórninni veitist heim-
ild til að kaupa jörð (o: Fell í Kollafirði) handa Trölla-
tunguprestakalli í Strandaprófastsdæmi fyrir 2500 kr. úr
landssjóði, en jafnframt lækki uppbótin til prestakallsins
um 100 kr. á ári.
58) Lög 11. desbr. 1891 um breyting á konungsúrskurði
25. ág. 1853 viðvíkjandi Ásmundarstaðakirkju í Prest-
liólaprestakalli ákveða, að 15 rdl. aukaþóknun frá bændum
í Ásmundarstaðakirkjusókn til prestsins á Presthólum skuli
falla niður við næstu prestaskipti.
59) liög 24. nóv. 1893 um breyting á 1. gr. laga 27.
febr. 1880 um skipun prestakalla færa niður árgjaldið á
Stað á Peykjanesi úr 400 kr. í 200 kr.
60) Lög 2. okt. 1895 um sjerstök eptirlaun handa fyr-
verandi sóknarpresti í Miðgarðaprestakalli í Grímsey, Pjetri
Guðmundssyni, veita honum 500 kr. eptirlaun á ári.
61) Lög 13. des. 1895 um breytingar á 2. gr. laga nr.
13 frá 13. okt. 1884 ákveða, að eptirlaun prestsekkju
skuli aldrei rýra svo tekjur prests, að þau fari niður fyrir
1200 kr., heldur skuli þá greiða þau úr landssjóði.
62) Lög 13. des 1895 um breyting á 1. gr. laga 27.
Febr. 1880 um skipun prestakalla ákveða, að jörðin Hrafna-
gil skuli leggjast frá Akureyrarprestakalli til Grundarþinga.
63) Lög 13. des. 1895 um lækkun á fjárgreiðslum þeim,