Lögfræðingur - 01.01.1898, Page 134
134
Jr’áll Bricm.
er hvíla á Hólmaprestakalli í Suður-Múlaprófastsdæmi á-
kveða, að eptirlaun hins núverandi uppgjafaprests í brauð-
inu skuli greidd ur landssjóði.
64) Lög 6. mars 1896 um að landstjórninni veitist heim-
ild til að kaupa bændahlutann í Brjámslæk til Brjáms-
lækjarprestakalls í Barðastrandarprófastsdæmi fyrir 2000
kr. úr landssjóði, en jafnframt lækki uppbótin til brauðs-
ins um 80 kr. á ári.
65) Lög 6. nóv. 1897 um lækkun á fjárgreiðslum þeim,
er hvíla á Holtsprestakalli í Rangárvallaprófastsdæmi o. fl.
ákveða, að 100 kr. árgjald brauðsins skuli falla niður,
og að prestakallinu skuli gefin upp 1300 kr. skuld fyrir
kirkjubyggingu.
66) Lög 18. des. 1897 um lækkun á fjárgreiðslum þeim,
er hvíla á Hólmaprestakalli í Suður-Múlaprófastsdæmi og
Staðarprestakalli í Barðastrandarprófastsdæmi ákveða, að
eptirlaun uppgjafaprests í Staðarprestakalli skuli greiðast
úr landssjóði frá fardögum 1897, að árgjaldið af hinu
prestakallinu skuli færast úr 600 kr. niður í 400 kr. og
að eptirlaun uppgjafaprestsins 1893—’94 og 1894—’95
skuli endurborgast úr landssjóði.
Regiugjörðir sýslunefnda sjá sveitarmálefni.
Samgöngumái (brýr, strandferðir, vegir):
67) Lög 3. maí 1889 um brúargjörð á Ölvesá veittu
heimild til, að verja til brúarinnar 40 þús. kr. úr lands-
sjóði og að veita til hennar 20 þús. kr. lán.
68) Viðaukalög 18. sept. 1891 við lög urn brúargjörð á
Ölvesá 3. maí 1889 veittu ennfremur heímild til, að verja
til brúarinnar 2000 kr. úr landssjóði.
69) Lög 11. des. 1891 um brýrnará Skjálfandafljóti á-