Lögfræðingur - 01.01.1898, Page 136
136
Páll Briem.
Hreppsvegagjaldið er 1 kr. 25 aur. fyrir hvern verkfæran
mann í hreppnum, þar sem áður varlagt til þessara vega
J/2 dagsverk með vinnu, sjá Hb. f. hrn. bls. 86—88 hjer
að framan.
73) Lög 2. okt. 1895 um brúargerð á Blöndu veittu
heimild til, að verja allt að 20 þús. kr. úr landssjóði til
brúargerðar þessarar.
74) Lög 25. okt. 1895 um leigu eða kaup á eimskipi
og útgerð þess á kostnað landssjóðs.
75) Lög 6. nóv. 1897 ákveða, að fresta framkvæmd síð-
astnefndra laga um 5 ára hil frá 1. janúar 1898.
76) Lög 18. des. 1897 um brúargjörð á Örnólfsdalsá
veita stjórninni heimild til, að verja allt að 14 þús. kr.
úr landssjóði til járnhengibrúar á Örnólfsdalsá við Norð-
tungu í Mýrasýslu.
77) Lög 18. des. 1897 um brýrnar á Skjálfandafljóti á-
kveða, að brýr þessar skuli eptirleiðis vera í eign og
umsjón landssjóðs, og að endurborgun á láni til þeirra
úr landssjóði skuli falla niður.
Seyðisfjörður sjá kaupstaðir.
Siglingar:
78) Lög 9. des. 1889 um varúðarreglur til þess að forð-
ast ásiglingar veita heimild til þess, að setja með kon-
unglegri tilskipun reglur um þetta efni, og er slík tilskip-
un sett 26. sept. 1890.
79) Farmannalög 22. mars 1890. Lög þessi eru ná-
kvæm í 72 greinum. 1. kaflinn (1—12 gr.) heitir dag-
hókarbálkur; er þar fyrirskipað, að skipstjóri skuli jafnan
hafa leiðarbók á skipum í förum landa á milli, svo og
hvernig bókinni skuli hagað. 2. kaflinn (13—19. gr.)
vistráðabálkur ákveður, að skipstjórar skuli fá hverjum