Lögfræðingur - 01.01.1898, Page 138
138
Páll Briem.
ið, að farmannalögin og reglugjörðin skuli vera prentuð á
hverju íslensku skipi til leiðbeiningar og eptirbreytni fyrir
alla þá, er hlut eiga að máli.
80) Lög 22. maí 1890 um stofnun stýrimannaskóla á
íslandi ákveða stofnun skóla þessa í Keykjavík, »til þess
að gefa mönnum kost á kennslu í sigliiigafræði og til
þess að búa lærisveina skólans undir íslensk stýrimanns-
próf, hið minna og hið meira«. Stjórnarráð íslands setur
reglur um prófið ').
81) Lög 26. okt. 1893 um atvinnu við siglingar eru
samin á grundvelli danskra laga 25. mars 1892 um sama
efni. í lögum þessum eru sett ýms skilyrði fyrir því, að
menn geti orðið skipstjórar á íslenskum skipum, sem eru
yfir 12 smálestir, og fyrir því, að menn geti orðið stýri-
menn á íslenskum skipum, sem eru meira en 100 smá-
lestir. Er þetta meðal annars bundið því skilyrði, að menn
þessir liaíi tekið próf við stýrimannaskólann í Reykjavík.
82) Lög 13. des. 1895 um skrásetning skipa. Lögþessi
nema úr gildi tilskipun fyrir ísland 25. júní 1869 um
skrásetning skipa; eru þau samin eptir ákvæðum í lög-
um Dana um þettaefni 1. apr. 1892, því að það er nauð-
synlegt, að íslensk lög sjeu í samræmi við dönsk, »að því
er snertir þá hlið skrásetningarinnar, er til hins opinbera
tekur, sjerstaklega ákvæðin um að öll skip skuli eins
merkt, að þau skuli hafa samhljóða þjóðernis- og skrá-
setningarskýrteini og að þau skuli mæld eptir sömu reglum«.
Sjóðir (stofnanir):
83) Lög 2. des. 1887nema úr gildi konungsúrskurð 22.
1) Sbr. Ýtarlegar reglur um pað, hversu haga skuli prófi stýri-
manna við stýrimannaskólann í Reykjavík 4. nóv. 1891 (Stj.
tið. 1891. A. bls. 64—78).