Lögfræðingur - 01.01.1898, Page 139
Yfirlit yfir loggjöf íslands 1887—1897.
139
apr. 1818, en með úrskurði þessum varhinu íslenska bibl-
íufjelagi ákveðinn 60 ríkisdala styrkur á ári úr jarðabók-
arsjóði (landssjóði).
84) Lög 10. febr. 1888 um Söfnunarsjóð íslands.
Söfnunarsjóðurinn er alveg einkennilegur fyrir Island ;
síðan hann var stofnaður hefur allmikið fje verið lagt í
hann, og sýnir það, að hans hefur verið þörf. Sjóðurinn
er í ábyrgð landssjóðsins, og er tilgangur hans, að
geyma fje, ávaxta það og auka, og útborga vextina um
ókomna tíð, eptir því sem upphaflega er ákveðið, sem og
að styrkja menn til að safna sjerstakri upphæð. Söfn-
unarsjóðnum stýra 3 forstjórar, er alþingi kýs.
í Söfnunarsjóðnum eru 4 deildir:
a. Aðaldeild er tekur á móti fje með þeim skilmálum, að
höfuðstóllinn verði aldrei útborgaður, og að árlega megi
leggja eitthvað af vöxtunum við höfuðstólinn; í þessari
deild Söfnunarsjóðsins er deild hinnar æfinlegu erfingja-
rentu.
b. útborgunardeild, er tekur á móti fje, er á að borga út
síðar meir með vöxtum og vaxtavöxtum.
c. Bústofnsdeild og
d. Ellistyrksdeild hafa menn eigi enn lært að nota, en valla
mun hún bjóða verri kjör, en ýms útlend fjelög, sem
hafa mikinn kostnað við umboðsmenn sína.
85) Lög 11. júlí 1890 um styrktarsjóði handa alþýðu-
fólki ákveða, að í hverjum kaupstað og hreppi á landinu
skuli stofna styrktarsjóði handa heilsubiluðu og ellihrumu
alþýðufólki, sjá að öðru leyti um þessi lög Handbók fyrir
hreppsnefndarmenn bls. 109—110 hjer að framan.
86) Lög 6. nóv. 1897 um þóknun handa forstjórum
og sýslunarmönnum Söfnunarsjóðs Islands ákveða, að veita