Lögfræðingur - 01.01.1898, Page 140
140
Páll Bricm.
skuli bókara, fjeliirði og endurskoðara sjóðsins árlega þókn-
un, og leyfa að veita megi með sanijiykki landsliöfðingja
forstjórum sjóðsins árlega þóknun, þegar efni sjóðsins
leyfa það.
87) Lög 18. des. 1897 um breyting álögum um styrkt-
arsjóði handa alþýðufólki ákveða meðal annars, að bæjar-
fógetar og sýslumenn skuli innheimta styrktarsjóðs-
gjaldið og gjöra reikninga sjóðanna. Landshöfðingi skal
semja reglur eptir tillögum amtsráðs um úthlutun af sjóðn-
um, sjá bls. 109—110 hjer að framan.
Skattar og gjöld (sbr. sjóðir, sveitfirmálefni):
88) Lög 4. nóv. 1887 um linun í skatti af ábúð og af-
notum jarða og af lausafje færðu þennan skatt niður um
lielming árin 1888 og 1889.
89) Lög 9. ág. 1889 um aðfiutningsgjald á kaffi og
sykri ákveða 10 aura aðflutningsgjald til landssjóðs á hverju
pundi af kaffi og kaffibæti, en af sykri og sírópi 5 aur.
ó hverju pundi. Árið 1895 var kaffitollurinn 67,570 kr.
og sykurtollurinn 99,719 kr.
90) Lög 9. ág. 1889 um breyting á lögum ll.febr. 1876
um aðflutningsgjald á tóbaki færði gjaldið upp úr 25 aur.
í 1 kr. á hverjum 100 vindlum og úr 10 aur. í 35 aur.
á hverju tóbakspundi. Tóbakstollurinn var 1895 76,100 kr.
91) Lög 22. maí 1890 um hundaskatt og fleira ákveða,
að menn skuli telja fram hunda sína líkt og fjenað, og
skal greiða skatt af hverjum hundi eldri en fjögra mán-
aða; skatturinn rennur í sveitarsjóð eða bæjarsjóð. Sá,
sem býr á einu hundraði úr jörðu utan kaupstaða, skal
greiða 2 kr. skatt af liundi, en aðrir 10 kr., sjá Hb. f.
hrn. bls. 93 lijer að framan. Viðvíkjandi ákvæðum lag-