Lögfræðingur - 01.01.1898, Side 142
Páll Bricm.
142
í 2. kap. (14—23. gr.) eru talin gjöld fyrir fógeta-
gj örðir.
í 3. kap. (24—30. gr) eru talin gjöld fyrir þing-
lýsingar.
Fyrir að þinglesa afsalsbrjef, veðskuldabrjef, fjárnáms-
gjörð, skiptabrjef o. sv. frv. skal gjalda:
þegar upphæðin er 100 kr. eða minni kr. 0,75
— — — frá 100 til 200 kr. — 1,00 _
— — — _ 200— 500 kr. — 1,50
— — — — 500 — 1000 — — 2,00
— — — — 1000 — 2000 — — 3, 00
_ — — 2000 — 3500 — — 4, 00
— — — — 3500 — 5000 — — 5.00
sje upphæðin meiri skal gjalda 6 kr. og verður vel að
gæta þess, að þetta sama gjald 6 kr. skal gjalda, þegar
upphæðin t. a. m. veðskuld er óákveðin.
þúnglestursgjald er 1 kr., þegar skjalið hijóðar um
efni, sem ekki verður metið til ákveðins verðs t. a. m.
landamerki.
Aliýsingargjald er helmingi minna, en þinglestursgjald J
þó eigi minna en 50 aur. Fyrir athugasemd er gjaldið
lielmingi minna en þinglestursgjaldið, þó ekki undir 50
aur. og ekki yfir 1 kr. 50 aur.
Gjald fyrir veðbókarvottorð er 1 kr.
Ef sama skjalið er þinglesið í fleiri þinghám, en einni,
skal gjalda lögákveðið gjald fyrir hverja þinglýsing.
4. Iíap. (31—34. gr.) er um skiptagjöld.
I dánarbúum, þar sem eigurnar ekki nema 200 kr.
að frádregnum útfararkostnaði, skal ekkert gjald greiða,
en í öllum öðrum búum skal greiða sem skiptagjald 1%
af öllum eignum búsins án tillits til skulda, er á því hvíla.