Lögfræðingur - 01.01.1898, Síða 143
Yfirlit yfir löggjöf Islands 1887—1897.
143
Fyrir innköllun til skuldheimtumanna skal greiða
1—4 kr., en ókeypis er liún í þrotabúum og búum, sem
ekkert eiga um í'ram skuldir. Ef bú er framselt, skal
gjalda ' 4 til 9/4 skiptagjaldsins.
5. kap. (35—46. gr.) er um gjöld fyrir uppboðsgjörð-
ir. Hin almennu uppboðslaun eru 4 af hundraði, en
minna gjald greiðist, þegar seld eru hús, jarðir og aðrar
fasteignir, sjófær þilskip, hlutabrjef, skuldabrjef og aðrar
skuldakröfur, leigumálarjettur og önnur þess konar rjett-
indi og stundum, þegar seldar eru verslunarvörur. Gjald
fyrir uppboðsauglýsingu er 1 kr.
Yið lausafjár uppboð skal gjalda 10 aur. fyrir hvert
númer, sem upp er boðið, en þó eigi selt.
6. kap. (47—51. gr.) er um nótaríalgjöld. Fyrir af-
sögn á víxli skal greiða 2—6 kr., en fyrir aðrar afsagnar-
gjörðir, svarkröfur, stefnubirting og þess konar gjörðir 2 kr.
Fyrir að bera eptirrit saman við frumrit og staðfesta
það, skal gjalda 25 aura fyrir hverja örk, en 12 aura fyrir
minna en V2 örk.
Notaríalvottorð á arfleiðsluskrá, samning 0. sv. frv.
kostar 1 kr.
7. kap. (52—64. gr.) er um gjöld fyrir ýms önnur
embættisverk bæjarfógeta og sýslumanna.
Gjald fyrir vegabrjef innanlands er 30 aura, en til
útlanda 50 aur. Gjaldið er helmingi minna fyrir hús-
menn, þurrabúðarmenn, daglaunamenn, vinnuhjú og þess
konar fólk. Fyrir löggilding máls eða kvarða skal gjalda
15 aur., verslunarbókar 2 kr. og viðskiptabókar 15 aur.
Borgarabrjef skipstjóra kostar 4 kr., en handiðnamanns
2 kr. Lausamennskubrjef kostar 2 kr.