Lögfræðingur - 01.01.1898, Side 144
144
Páll Briem.
Fyrir að gefa li.jón saman í borgaralegt lijónaband
og fyrir eptirrit af gjörningnum skal greiða 4 kr.
Fyrir að kveðja menn utanrjettar til skoðunargjörða
og annara slíkra gjörða, skal greiða 30 aura fyrir hvern
mann. Aukatekjur landssjóðs voru 1895 31,384 kr.
96) Lög 2. febr. 1894 um aukatekjur, dagpeninga og
ferðakostnað sýslumanna, bæjarfógeta og fl. Eptir lögum
þessum eiga sýslumenn og bæjarfógetar rjett á að fá borg-
aðan kostnað við ferðir nema til manntalsþinga, en aptur
á móti eiga þeir eigi rjett á að fá dagpeninga, nema á
ferðum vegna skipstranda, útflutninga, skipsmælinga, rann-
sókna á tollskyldum vörum og í ferðum til að gefa hjón
saman í borgaralegt hjónaband.
Fyrir eptirrit skal greiða 50 aura fyrir heila örk, en
25 aura fyrir hálfa örk. í dómsmálum um 50 kr. eða
minna skal að eins greiða hálft gjaldið, og í hjúamálum
skal engin ritlaun greiða,
97) Lög 13. apr. 1894 um viðauka og breyting á lög-
um 4. nóv. 1881 um útflutningsgjald á fiski, lýsi o. fl.
í lögum þessum var útflutningsg’jald ákveðið af 100
pd. kola 10 aura, af 100 pd. heilagtiskis 30 aura, af 100
pd. hvalskíða 1 kr. og af síldartunnu (120 pott.) 20 aur.
(áður 25 aur. fyrir síldartunnu, 108 pt.). Með lögum 6.
mars 1896 var útflutningsgjahlið fært niður í 5 aura
fyrir 100 pd. heilagfiskis og 3 aura fyrir 100 pd. kola.
98) Lög 15. febr. 1895 um afnám fasteignarsölugjalds.
Fasteignarsölugjaldið var Vs °/o af verði fasteigna og átti
að borga það, þegar afsalsbrjef um eignina var þinglesið;
þar sem þetta gjald er fallið niður, ættu menn jafnan að
láta þinglesa afsalsbrjef sín. í'asteignarsölugjaldið rann
í landssjóð og var venjulega liðugar 1000 kr. á ári.