Lögfræðingur - 01.01.1898, Qupperneq 145
Yfirlit yfir löggjöf íslands 1887—1897.
145
99) Lög 8. nóv. 1895 um breyting á gjöldum þeim, er
hvíla á jafnaðarsjóðunum, ákveða, að greiða skuli ór lands-
sjóði kostnað við heyrnar- og málleysingja, bólusetningar-
kostnað, sáttamálakostnað og kostnað við notkun fangelsa.
pessi kostnaður var nálega 5000 kr. árið 1895.
100) Lög 6. nóv. 1897 um undirbúning verðlagsskráa
ákveða, að prestur, formaður skattanefnda og þriðji mað-
ur, er hreppsnefnd eða bæjarstjórn kýs, skuli semja verð-
lagsskrá í októbermánaðarlok ár hvert. Skal skýrslan síð-
an liggja til sýnis á hentugum stað í tvær vikur og send-
ast sýslumanni fyrir lok nóvembermánaðar. Eptir þessum
skrám semur sýslumaður verðlagsskrá fyrir hvert hjerað;
stiptsyfirvöldin staðfesta hana og annast um prentun lienn-
ar og birtingu.
101) Lög 18. des. 1897 um breyting á reglugjörð 3.
maí 1743, 69. gr. og konungsúrskurði 26. sept. 1833 á-
kveða að gjald, sem stúdentar áttu að greiða til skóla-
bókasafnsins (2 kr.), skuli renna í Bræðrasjóð skólans.
Sóttvarnir sjá læknamál.
Strandferðír sjá samgöngumál.
Sveitarmálefni (amt, fátækramálefni, reglugjörðir sýslu-
nefnda, sýsluskipting, sbr, landbúnaðarmál, samgöngumál,
sjóðir, skattar og gjöld, veiði, yfirsetukonur, þurrabúðar-
menn).
102) Lög 4, nóv. 1887 um sveitarstyrk og fúlgu sjá
Hb. f. hrn., bls. 111—114 hjer að framan.
103) Lög 2. des. 1887 um að skipta Barðastrandar-
sýslu í tvö sýslufjelög. Hvort sýslufjelagið hefur sinn fjár-
hag og sveitarmálefni fyrir sig.
104) Lög 9. ágúst 1889 um viðauka við lög 9. jan.
1880 um breyting á tilskipun um sveitarstjórnarmálefni
Lögfræðingur II. 1898.
10