Lögfræðingur - 01.01.1898, Síða 149
Yfirlit yfir löggjöf íslands 1887—1897.
149
er rannsakar farbrjef útfara á síðustu höfn skipsins, skrif-
legt skýrteini frá lögreglustjóranum eða hreppstjóranum,
þar sem hann síðast var heimilisfastur, fyrir því, að fram-
færsluskylda hans sje eigi för hans til fyrirstöðu samkvæmt
lögum 7. febr. 1890 (sbr. bls. 114 hjer að framan) og
að liann sje að öðru leyti að lögum frjáls til útfarar. Enn-
fremur eru lagðar 100—4000 kr. sektir eða þá fangelsi
við því, að tæla menn eða leitast við að tæla menn til
útflutnings með ósönnum fortölum.')
Veð (sbr. peningar):
118) Lög 4. nóv. 1887 um veð. þessi lög eru mikils
verð. í 1. og 2. gr. eru ákvæði um sölu handveðs osr
að lánardrottinn skuli eigi missa kröfu sína, þótt handveð
glatist, nema vangæslu hans sje um að kenna.
í 3. grein eru þessi þýðingarmiklu ákvæði um fast-
eignarveð: »Ejett er að ákvæði það, sem um er getið í
tilskipun 18. febr. 1847 um fje ómyndugra á Islandi 10.
gr. sje sett í hvert það veðskuldabrjef, er fasteignartrygg-
ing veitir«. En samkvæmt lögum þessum má ákveða, að
veðið megi selja við uppboð án hins kostnaðarsama fjárnáms.
Eptir 4. gr. má enginn veðsetja allt það, er hann á
eða eignast kann, og heldur eigi setja að sjálfsvörsluveði
»safn af munum, sem eru samkynja eða ætlaðir til sam-
1) í hinu merkilega frumvarpi til hegningariaga i Xorvegi eru
ákvæði um sama efni i 141 gr., sem hljöða Itannig: „Hver,
sem tælir mann með ósönnum fortölum eða á annan vjel-
samlegan hátt til að flytja sig úr rikinu, eða sem styður að
Jtví, skal sæta sektum eða allt að eins árs fangelsi. — Ef
brotið er drýgt við rekstur atvinnu, má dæma atvinnurjett-
inn af sakborningi1 11 (Sjá Udkast til alm. borgcrl. Strafl'elov
for Kongeriget Norge. Kristjania. 1896.1. bls. -0. II. bls. 155).