Lögfræðingur - 01.01.1898, Side 150
150
Páll Briem.
kynja notkunar og einkenndir eru einu almennu nafni«.
Undantekningar eru ofurlitlar gjörðar í 5. og 6. gr.
í 7, gr. er svo ákveðið um sjálfsvörsluveð, að veðsali
skuli jafnan skrifa undir veðskuldabrjefið í viðurvist tveggja
áreiðanlegra manna, er gæti þess nákvæmlega að rjett
dagsetning sje á því. Brjefinu skal þinglýsa á næsta þingi.
119) Lög 16. sept. 1893 um sjerstaka heimild til að af-
má veðskuldbindingar úr veðmálabókunum ákveða, að
þegar veðsett eign er seld við nauðungaruppboð, án þess
að síðari veðhafar geti fengið borgun, þá megi afmá skulda-
brjef þeirra úr veðbókinni eptir 3 uppboð, er birta skal í
auglýsingablaði landsins (sbr. op. br. 22. apr. 1817). Hið
sama gildir og um veðsetta eign, sem fengin er veðhafa
til eignar af skiptaráðanda eða fógeta.
Ennfremur ákváðu lögin, að sýslumenn og bæjarfóget-
ar skyldu innan ákveðins tíma afmá ýms 20 ára gömul veð-
brjef úr veðbókunum samkvæmt tilteknum reglum.
120) Lög 6. nóv 1897 um sjerstaka heimild til að afmá
veðskuldbindingar úr veðmálabókunum. í lögum þessum
eru ákvæði um afmáun 20 ára gamalla veðskuldabrjefa.
Veiði (fiskiveiðar, hvalveiðar):
121) Lög 10. nóv. 1887 um að nema úr gildi lög 16.
desbr. 1885, er banna nidurskurð á hákarli í sjó milli
Geirólfsgnúps í Strandasýslu og Skagatáar í Húnavatns-
sýslu á tímabilinu frá 1, nóv. til 14. apríl.
122) Lög 19. júní 1888 um bátafiski áfjörðum ákveða,
að á fjörðum eða tiltcknum fjarðarsvæðum megi útilykja
aðkomandi fiskimenn frá bátafiski, nema síldveiðar sje.
Eptir 2. gr. laganna má leggja útsvar á aðkomandi fiskimenn,
er stunda fiskiveiðar á útveg (o: bát með tilheyrandi út-
búnaði) annara, en þarsveitarmanna, eins og sagt er í