Lögfræðingur - 01.01.1898, Page 153
Yfirlit yfir löggjöf íslamls 1887—1897.
lö:J
13t>) Lög 13. mars 1891 um að fá útmældar lóðir í
kaupstöðum og á löggiltum kauptúnum o. fl. Lög þessi
ná ekki til Reykjavíkurkaupstaðar. Samkvæmt lögum jiess-
um geta menn fengið sjer lóð útmælda til verslunar í
kaupstöðum og löggiltum verslunarstöðum með tilteknum
skilyrðum. pegar þessi skilyrði eru fyrir hendi, [tá eru
bæði þeir, sem eiga lóðina, og aðrir, er lögmæt rjettindi
hafa eignast yfir landinu eðalóðunum, skyldir að láta jiær
af hendi gegn hæfilegu endurgjaldi. I lögunum er með
öllu bannað, að leggja þá kvöð á lóðir eða húseignir í
löggiltum kauptúnum eða í kaupstöðum, að ekki megi
nota þær til verslunar eða annarar tiltekinnar atvinnu
(3. gr.). Loks er í 4. gr. sett ýms ákvæði til þess, að
tryggja það, að menn megi nota hafnir að löggiltum kaup-
túnum, þótt einstakir menn kunni að eiga hafnirnar. Sbr.
reglur, gefnar út af landshöfðingja 1. maí 18 '1 um fram-
kvæmd á 2. og 4. gr. í lögum þessum í Stj. tíð. 1891.
B. bls. 69—70.
139) Lög 11. des. 1891 um stækkun verslunarlóðarinnar
í Keflavík í Gullbringusýslu.
140) Lög 15. jan. 1892 um löggilding verslunarstaðar
við lngólfshöfða (Káraliöfn) í Austur-Skaptafellssýslu.
141) Lög 15. jan. 1892 um löggilding verslunarstaðar
að Haukadal í Dýrafirði í ísafjarðarsýslu.
142) Lög 24. nóv. 1893 um að selja salt eptir vikt á-
kveða, að allir kaupmenn og kaupfjelög skuli selja salt
eptir vigt, nema kaupandi æski mælis, að viðlögðum 5—
50 kr. sektum.
143) Lög 24. nóv 1893 um löggilding verslunarstaðar
að Hlaðsbót í Arnarfirði í ísafjarðarsýslu.