Lögfræðingur - 01.01.1898, Blaðsíða 158
158
Hitsji'u
af írlendinguin, sem opt leita sjer atvinnu um stuttan
tíma á Englandi. Aptur á móti varð það ofan á, að sveit-
festistíminn var styttur um tvö ár, þannig, að nú vinuur
maður á Englandi sjer sveitfesti, þar sem hann dvelur
lieilt ár. Styrkur, sem maður þarf og fær vegna ófyrir-
sjáanlegra atvika, sjúkdóms eða óhappa, hindrar eigi að
maðurinn vinni sjer sveitfestina á einu ári; annars konar
sveitarstyrkur hindrar það, að maður vinni sjer sveitar-
styrk á einu ári *).
í ritgjörðinni um lögin frá 9. ág. 1889 eru fyrst al-
mennar athugasemdir um lögskýringar, en það, sem er
aðalefni ritgjörðarinnar, er lögskýring orðanna »fast, aðset-
ur«. í lögunum segir svo: »Niðurjöfnun sú eptir efnum
og ástæðum, er ræðir um í 1. gr. í lögum 9. jan. 1880
um breyting á tilskipun um sveitarstjórn 4. maí 1872,
nær til allra þeirra manna, er hafa fast aðsetur í hreppnunm.
þ>að er auðsætt, að hjer er um mikilsvert mál að ræða,
því að undir skilningi þessara orða: »fast aðsetur« er
komin útsvarsskylda manna.
Höfundurinn rannsakar málið á marga vegu, og á
hann þakkir skilið fyrir það, en það er eins með þessa
ritgjörð eins og liina, að þess mætti óska, að hún hefði
veriö fyllri. Skýringin er eigi fiillkomlega ljós. Höfund-
urinn virðist skýra svo orðið »fast aðsetur«, að það sje
sama sem heimili, búseta eða vistfesta, en orðin eru tví-
ræð; heimili getur verið lögheimili og dvalarheimili. bú-
seta getur verið stöðug dvöl eða heimilisfesta og ennfrém-
ur búhald eða húshald, og vistfesta getur verið sama sem
verufesta eða heimilisfesta og ennfremur vistarband vinnu-
hjús. Ef á að taka þessi orð í síðari merkingunum, þá
1) Udkast til alm. borgerlig Straffelov for Norge. Motiver
Kria. 1803, bls. 125. A. ítegnéll, Stadskommunens författning
og förvaltning, Malmö. 1894, bls. 309. A báðum þessum stöðum
er vitnað í ritgjörð eptir P. F. Aschrott í Handbuch der
Statswissenschaften, I. bls. 1881, sem jeg hef eigi sjeð. En
bestar upplýsingar um málið munu vera í bók, sem Aschrott
hefir nýlega samið um fátækramál á Englandi síðan 1885, en
sem jeg heldur cigi hef sjeð ennþá (P. F. Aschrott, Die
Entwickelung des Armenwosens in England seit dem Jahre
1885. Leipzig. 1898).