Lögfræðingur - 01.01.1898, Síða 162
102
llitsjá.
bundinn til þess að vera á einhverjum stað, þá er því að
eins hægt að telja fast aðsetur mannsins þar, að liann
fullnægi þessari skyldu sinni.
Á hinn bóginn er það talið fast aðsetur, ef maður er
ráðinn á vitaskip eða á leðjugraptrarskip, og skipið er
fulla 4 mánuði í einhverjum hreppi; hið sama gildir, ef
maður dvelur á lýðháskóla, þá er dvöl hans talin fast að-
setur.
Ennfremur er það talið fast aðsetur, er menn dvelja
í sveit að sumrinu (taka sjer sumarbústað). Verslunar-
maður í kaupstað tók sjer sumarbústað utanbæjar og dvaldi
sjer þar til skemmtunar liðuga 4 mánuði með konu og
börnum, en að öðru leyti hjelt hann hús fyrir verslunarþjóna
sína í kaupstaðnum og annaðist sjálfur verslun sína. Hann
vildi ekki borga útsvar utanbæjar, en var dæmdur til þess
með hæstarjettardómi 21. apr. 1873.
Maður hafði húshald, konu og börn í einum
hreppi, og þar var hann vanalega á næturnar, en í öðr-
um hreþpi vann hann á daginn, hafði mat þar og var
skyldugur að vera þar. J>essi maður var talinn að hafa
fast aðsetur í báðum hreppunum, að helmingi í hvorum.
Allt þetta bendir á, að orðið »fast aðsetur» sje skilið
í Danmörku á sama hátt, sem hjer er talið rjett vera.
Að öðru leyti er eigi rúm til að tala frekar um skiln-
ing á þessu orði. pess skal að eins getið, að »fast að-
setur« virðist ómögulega geta verið samasem nstadigt Op-
hold« eða óslitin dvöl, eins og kemur fram hjá höf. (sjá
bls. 109); að minnsta kosti er það álitið í Danmörku, að
leggja megi saman dvalartíma á mismunandi tíinum, en
þá verða tímarnir auðvitað að vera samtals fullir 4 mán-
uðir á árinu.
Samkvæmt þessu er »4 mánaða fast aðsetur« ekki
óslitin dvöl og ekki beldur lögheimili, heldur liver sú dvöl,
sem er ákveðin, ráðin eða vís og nær yfir samtals 4mán-
uði á ári.
Páll Briem.